Inflúensan er komin !

Undanfarin ár hef ég nýtt mér það tilboð atvinnurekandans að fá flensusprautu án endurgjalds.  Minnug innflúensu dauðans sem ég fékk í Danmörku 1999, þegar ég hélt virkilega að mín síðasta stund væri runnin upp, svo slæm var hún.  Reyndar hefði ég getað látið lífið í þessum veikindum af öðrum orsökum, því vinkona mín sem kom að hjúkra mér skildi eftir kveikt á hellu niðri í eldhúsi og það var einskær tilviljun að ég hökti niður og sá hana rauðglóandi og rjúkandi í myrkrinu.  En þetta var nú útúrdúr.  Í ár klikkaði ég á sprautunni.  Ég var að fara í eftirlit þegar boðið var upp á sprautuna en ein var geymd handa mér og hjúkkurnar í vinnunni ætluðu að sprauta mig síðar.  Hmmm.  Ég bara steingleymdi sprautunni.  Mundi stundum eftir henni á kvöldin en þegar ég mætti í vinnuna var hugsunin horfin.   Nú er það of seint !  Innflúensan er komin - það sem verra er - hún er komin heim til mín !  Einkadóttirin horfði á mig í dag með döprum, soðnum hvolpaaugum og tilkynnti mér að hún væri með 40 stiga hita.  Við tók parasetamól sukk og mikið dekur.  Nú sefur hún sætt og rótt og verður vonandi hressari á morgun.  Búin að vera veik í 2 daga, henni finnst það alveg nóg.  Mín mesta skelfing er að ég smitist líka.  Spurning hvort dugi að bryðja hvítlauk og brenna reykelsi til að halda veirunum frá... Krosslegg fingur, tær og leggi og vona að ég sleppi !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Aumingja Hildu spildu mildan mín. Ég sendi henni uppörvandi strauma í huganum og það gerir Freyja líka.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.2.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi batakveðjur til ykkar ... og inni í sérstöku kveðjunni til þín er ósk um að þú verðir ekkert veik.

Í þau tvö skipti sem ég hef fengið flensusprautu veiktist ég skömmu síðar af flensu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband