5.2.2007 | 11:39
Að vera eða ekki vera - vændiskona ?
Myndin hér til hliðar er af mottu á veitingastað í Shanghai. Gott að þeir skuli hafa vinalega öryggisverði til að hjálpa manni að komast að því hvort maður sé vændiskona eður ei. Ætli það sé algengt að inn komi konur sem eru í vafa ? Og hvernig fara vinalegu öryggisverðirnir að því að komast að sannleikanum ? Kannski spyrja þeir bara "how much ?" og ef þú asnast til að svara og gefa upp verð - AHA ! Þá ertu dæmd vændiskona. Maður þyrfti eiginlega að skella sér á þennan veitingastað og fá úr þessu skorið. Kannski búin að vera vændiskona lengi án þess að vita það.
Athugasemdir
Hhahhahahahah! Best að fara þangað, þá fæ ég endanlega úr þessu skorið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 16:59
Já, það þurfa áreiðanlega allar konur að fá úr þessu skorið. Nógu loðið virðist hugtakið vændiskona að minnsta kosti vera í hugum sumra karlamanna.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.2.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.