Við myndum ekki eiga sjö dagana sæla í Þýskalandi..

Systir vinkonu minnar hefur búið í Þýskalandi í nokkur ár.  Á þessum árum hefur hún kynnst innfæddum vel og hefur komist að því að ekki eru sömu siðir í hverju landi.  Eitt af því sem þjóðverjum finnst verulega ógeðslegt er þegar fólk sýgur upp í nefið.  Sömu þjóðverjum finnst hinsvegar ekkert að því að svipta upp vasaklút og snýta sér hressilega við matarborðið.  Get ímyndað mér upplitið á fólki í íslensku matarboði ef maður gerði slíkt hið sama.  Um þessar mundir er ég stífluð af nefkvefi og mætti í vinnuna fremur framlág, sjúgandi upp í nefið í sífellu og alls ekki í stuði með guði.  Eftir að ég hafði setið í básnum mínum nokkra stund fór ég að hlusta á umhverfishljóðin.  Soghljóð bárust úr öllum áttum !  Annar hver maður hér er líka kvefaður þannig að vinnustaðurinn er orðin eins og martröð siðprúðra þjóðverja.  En til allrar lukku erum við á Íslandi og getum sogið upp í nefið af bestu lyst.  Snuff ! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplifði þetta líka í Danmörku - þar eru jú allir á hjóli og eins og þeir vita sem það hafa prófað þá reynir álíka mikið á nefið og lappirnar við þá iðju og þar þykir því sjálfsagt mál að draga fram snýtuklút og blása hressilega í hann þegar áfangastað er náð. T.d. áður en maður gengur inn í Fötex til að versla í matinn

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:33

2 identicon

Ég segi nú bara "Aumingja Lúlli" að þurfa hlusta á okkur :)

Magnea (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:52

3 identicon

Skúrí búrí múrí dúr. Svo ég kveði nú ekki fastar að orði. Manns eigin systir flytur bloggið sitt og maður þarf að komast að því fyrir einskæra og helbera tilviljun. Ég á ekki orð. Annars er ég líka búin að opna blogg á steingerdur.blog.is. Kv. SS.

Steingerður (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 14:43

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Læknir sagði mér einu sinni að það væri heilbrigðara að sjúga upp í nefið ... með því að snýta sér flykktust sýklarnir út í andrúmsloftið ... fólk sem snýtti sér yrði alltaf að vera að þvo sér um hendurnar og svona (sem er í fínu lagi) ... en sinn er sannarlega siður í landi hverju ... ég myndi deyja ef fólk tæki upp á því að snýta sér við matarborðið hjá mér ... 

Í fínum konungsveislum (sem ég er alltaf í) er svívirðilega dónalegt að gera nokkuð sem bendir til þess að þú sért að reyna að ná kjöti sem er fast milli tannanna, þú ferð, takk fyrir, á snyrtinguna og notar tannstöngul í einrúmi! Skrifaði einu sinni mannasiðagrein í Vikuna og komst að þessu í spjalli við alvöru butler!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband