Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Höfum við gengið til góðs götuna fram um veg ?

Las í Fréttablaðinu að sérstakt hvíldarherbergi fyrir karlmenn væri í nýju Hagkaupsversluninni í Holtagörðum.  Þar gætu þeir horft á boltann og spilað tölvuleiki meðan konurnar versluðu. Argh !!!  Hversu lengi ætlum við að vera föst í viðjum vanans ?  Rakst á umfjöllun um gamlar auglýsingar sem eru afar lýsandi fyrir viðhorf til kvenna, hér fyrir neðan er ein þeirra, greinina sjáið þið hér.  Höfum við tekið einhverjum framförum síðustu áratugi ? Við höldum það en við þurfum ekki að leita lengi til að sjá að gömlu kreddurnar lifa enn - ekki bara í leikherbergi karlanna í Hagkaup.

chefDM2711_468x463

Þessi er frá 1961


Dekurdýr í hægindastól

Kanína í stól

Spilahelgin mikla :D

Helga bumbustelpaJæja, það var spilað rækilega þessa helgi.  Á laugardaginn hélt spilaklúbburinn góði (sem aldrei hefur fengið opinbert nafn) svokallað "náttfataspilapartí" heima hjá mér.  Við vorum allar með fléttur og í náttfötum.  Þ.e.a.s., ég, Magnea og Helga, Silla lét fléttuna nægja að þessu sinni.  Við ætluðum reyndar að vera í alltof stuttum náttkjólum og slást með koddum sem fiðrið losnar auðveldlega úr (ekki spyrja, byggt á draumórum vinnufélaga okkar) en vorum bara þægar og spiluðum í staðinn.  Eins og venjulega skorti ekki veitingarnar, við vorum með nóg til að fóðra lítið afríkuríki í heilan Magnea spilafíkillmánuð !  Ís, kaka, ávextir, súkkulaði, lakkrís... listinn bara heldur áfram !!  Milli þess sem við hökkuðum í okkur spiluðum við af hjartans list.  Tókum eitt risa Carcassone (a.k.a. Gigassone), Trivial Pursuit (ég vann ég vann!), Five Crowns, Ingenious, Sixmix... jamm bara alveg nóg af sortum Grin  Byrjuðum kl. 4 um daginn, hættum kl. tvö um nóttina.  Helga vinkona þurfti að sætta sig við strokur á magann enda Gigassone !leynist nýr klúbbmeðlimur í honum.  Spilasjúklingurinn ég sofnaði því sæl og glöð.  Sunnudagskveldinu eyddi ég svo hjá Júllu vinkonu.  Var boðið í kvöldmat sem var afar ljúffengur og svo spiluðum við fram til klukkan ellefu.  Það er langt síðan ég hef spilað svona mikið á stuttum tíma !  Að lokum má minnast á heimsókn mína í spilabúðina Spilavini á Langholtsvegi 130.  Þangað á ég örugglega eftir að koma oftar LoL  Keypti eitt spil eftir stutta heimsókn á laugardaginn.  Framhald síðar...


Sætt, sætara, sætast !

3447786819Ég er alger dýrasjúklingur og á hverjum tíma er heimili mitt eins og dýragarður.  Nú á ég kanínu, skjaldböku og tvær stökkmýs.  Ég rek því augun alltaf í fréttir af dýrum og þessi sem ég sá í Aftonbladet í dag var ansi skemmtileg.  Kona fann 6 heimilislausa kettlinga og tók þá með heim.  Þar var fyrir kanína á heimilinu og héldu kettlingarnir að þarna væri mamma þeirra komin LoL  Reyndu að sjúga spenana á henni og léku sér við hana.  Kanínan lét sér það vel líka !!  Sæt frétt sem kom mér í gott skap.


Einu sinni var....

Frá fermingu Helenar systur

Hér er mynd frá fermingunni hennar Helenar systur.  Ég er yndislega ljóshærða barnið Smile


Gestgjafaraunir

gg0714Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þekkt fyrir hæfileika mína á sviði matargerðarlistar.  Ég elska hinsvegar matreiðslubækur og á fulla hillu af þeim.  Er sjúk í uppskriftir og klippi þær gjarnan úr blöðum. Dóttir mín gerir reglulega grín að þessari ástríðu minni og alltaf lofa ég því að fara að byrja að nota eitthvað af þessu efni fljótlega. Hmm já, einmitt...  Þegar ég var að vafra á netinu um daginn rakst ég á áskriftartilboð á heimasíðu Gestgjafans.  Fáðu fimm síðustu tölublöð ársins með 20% afslætti, aðgang að uppskriftavef og afsláttarkort !!!  Einmitt það sem konunni sem aldrei notar uppskriftirnar sínar vantar !! Ég skráði mig með snarhasti og hlakkaði til að fá fyrsta tölublaðið sem var ekkert minna en Kökublaðið og leit ákaflega freistandi út.  Skráningin fór fram í lok vinnudags á föstudegi og þegar ég kíkti í pósthólfið mitt um kvöldið biðu mín hvorki fleiri né færri en ellefu tölvupóstar frá útgáfufélaginu Birtíngi þar sem mér var þakkað kærlega fyrir að gerast áskrifandi.  Hmmm. Ég hafði samband við áskriftardeildina á mánudaginn og spurði hvort ég væri nokkuð skráð sem áskrifandi ellefu sinnum fyrst ég fékk alla þessa þakkarpósta ? Haha neinei, það er ekki hægt svaraði stúlkan í áskriftardeildinni hlæjandi -  fletti mér síðan upp í tölvunni og sá að ég var skráð ellefu sinnum.  Sá hlær best sem síðast hlær.  Stúlkan fullvissaði mig um að þetta væri nú leiðrétt og ég bara með eina áskrift skráða, beiðnin væri komin inn og kökublaðið góða kæmi í þessari viku ásamt afsláttarkorti og aðgangi að uppskriftavef.  Vikan leið og sú uppskriftaóða kíkti í kassann á hverjum degi.  Ekkert bólaði á kökublaðinu.  Næsta mánudag ákvað ég að bjalla í áskriftardeildina aftur.  Í þetta sinn svaraði ungur sveinn.  Hann fletti mér upp og tjáði mér að ég ætti ekkert að fá kökublaðið, heldur fengi ég næst villibráðarblaðið.  Ég benti honum kurteislega á áskriftartilboðið góða á síðunni þeirra þar sem skýrt var tekið fram að kökublaðið væri fyrsta blaðið.  Ó sú sem þú talaðir við í síðustu viku hefur skráð þetta vitlaust sagði hann þá og lofaði að senda blaðið um hæl.  Fjórum dögum seinna kom kökublaðið í hús, mér til mikillar gleði og ánægju.  Ekkert afsláttarkort með né aðgangur að uppskriftarvef.  Hvaða máli skiptir uppskriftavefurinn manneskju sem ekki notar uppskriftir kynni einhver að spyrja, en málið er að ég ágirnist ákveðna uppskrift af ungverskri gúllassúpu sem leynist þar og ég er búin að kaupa allt efni í.  Ég hringdi því enn og aftur í Birtíng á föstudaginn.  Talaði við sama sveininn.  Ó sagði hann, þú áttir að fá kortið og það með fyrsta blaðinu (kökublaðinu) en þar sem það var sent svona sér hefur það gleymst.  Jahá, sagði ég, talaði ég ekki einmitt við þig á mánudaginn spurði ég af illkvittni og hann svaraði vandræðalega, jú, eh, ég bara hélt að hún (sem ég talaði fyrst við) hefði sent þetta með villibráðarblaðinu.  Ja, nú er ég ekki búin að fá það blað sagði ég, þá bara bíð ég og sé hvort þetta komi ekki.  Við þessar fregnir æstist hann allur upp og sagði að ég ætti að vera búin að fá blaðið og hann myndi nú sjá persónulega um að koma því til mín ásamt afsláttarkortinu.  Aðganginn að vefnum gaf hann mér í gegnum símann.   Á laugardaginn kom svo villibráðarblaðið í kassann, kortlaust.  Á mánudaginn kom það aftur, í hvítu umslagi með handskrifuðu nafninu mínu með afsláttarkortinu með.  Nú bíð ég bara spennt eftir hvað gerist næst.  Verð ég rukkuð ellefu sinnum um áskrift ?  Fæ ég næsta blað ?  Mun ungi maðurinn kannski koma næst og elda fyrir mig upp úr blaðinu ??  Eitt er víst að það er eins og lofað var, sérstakt ævintýri að gerast áskrifandi af Gestgjafanum. 

Fiskflak er ekki bara fiskflak

Á þriðjudaginn fór ég á námskeið í að meta ferskleika þorsks.  Hehe, já, veit það hljómar undarlega.  Matís bauð mér á námskeiðið því ég hef tekið þátt í könnunum hjá þeim.  Og þó sumum kunni að finnast það skrítið var námskeiðið mjög skemmtilegt og áhugavert.  Ég hefði aldrei trúað því hvað gæði fisksins breytast mikið á 11 dögum, þó hann sé geymdur á ís.  Við prófuðum að gefa soðnum flökum einkunn fyrst og úff, það var MIKILL bragðmunur á ferskum fiski versus ellefu daga.  Oj hvað sá gamli bragðaðist illa.  Svo mátum við fersk flök og þá þurftum við að gera sjónmat, pota í þau og hnusa af þeim.  Við vorum orðin ansi sleip í þessu og fengum því verðlaun í lok dagsins: ELDSMIÐJUPIZZU !!! Yes!  Ekki sjávarréttapizzu, tek ég fram ! Framhald næsta þriðjudag, verður bara gaman.  Næst þegar ég fer í fiskbúð mun ég horfa á flökin með muuun gagnrýnni augum.  Lykilatriðið er að ef lyktin í búðinni er vond - látið ykkur hverfa !

Nýja tölvu takk !

Ég og LilliÞað hefur dregið talsvert úr blogggleði minni eftir að space bar takkinn datt skyndilega af tölvunni minni.  Gerði mér ekki ljóst hversu mikilvægur hann er fyrr en hann var farinn !  Nú taka öll skrif mun lengri tíma en áður, ég þarf að ýta á litla gúmmítúðu í staðinn fyrir langan fínan takka.  Hrmph.  Svo málið er að kaupa nýja fartölvu.  Ég nota tölvuna mest fyrir smávægilega ritvinnslu, vafra á netinu og hlaða niður myndum.  Spurningin er, hvar fæ ég bestu gæðin fyrir minnstan pening ?  Toshiba vél til sölu hjá BT, 100 þúsund, 160GB.  Ráðleggingar anyone ?  Í öðrum fréttum, Kristín Anna vinkona kom og heimsótti mig í gær með litla son sinn.  2 mánaða og algerlega ómótstæðilegur.  Eggjastokkahristingur !! Jæja, best að hætta, er orðið illt í puttanum af að ýta á gúmmítúttuna!

 


Þegar ég fór að blanda mér í dönsku kosningabaráttuna...

11456_3b697318765f797e933ee58a2122722e


Unginn kominn heim

Hilda og RunólfurHilda kom heim frá Brussel í dag.  Hún er búin að vera þar í viku hjá frænku sinni og búin að skemmta sér konunglega.  Hún var næstum búin að missa af fluginu heim þar sem lestinni hennar seinkaði eftir að hafa keyrt á mann !  Skv. Hildu lifði maðurinn af, ótrúlegt en satt.  Það er fínt að vera búin að fá hana heim, alltaf pínu áhyggjur þegar einkabarnið er í útlöndum án mömmu.  Við pabbi hennar fórum í foreldraviðtal í síðustu viku og fengum að vita hversu fullkomið eintak við eigum.  Kennarinn hlóð á hana lofi og hún fékk bestu umsögn í öllum fögum.  Mont mont mont ! 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband