Nýja tölvu takk !

Ég og LilliÞað hefur dregið talsvert úr blogggleði minni eftir að space bar takkinn datt skyndilega af tölvunni minni.  Gerði mér ekki ljóst hversu mikilvægur hann er fyrr en hann var farinn !  Nú taka öll skrif mun lengri tíma en áður, ég þarf að ýta á litla gúmmítúðu í staðinn fyrir langan fínan takka.  Hrmph.  Svo málið er að kaupa nýja fartölvu.  Ég nota tölvuna mest fyrir smávægilega ritvinnslu, vafra á netinu og hlaða niður myndum.  Spurningin er, hvar fæ ég bestu gæðin fyrir minnstan pening ?  Toshiba vél til sölu hjá BT, 100 þúsund, 160GB.  Ráðleggingar anyone ?  Í öðrum fréttum, Kristín Anna vinkona kom og heimsótti mig í gær með litla son sinn.  2 mánaða og algerlega ómótstæðilegur.  Eggjastokkahristingur !! Jæja, best að hætta, er orðið illt í puttanum af að ýta á gúmmítúttuna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Þau mæðginin komu til mín í gær og ég fékk fullt af sætum brosum, en gat ekkert hnoðast með hann í þetta skiptið ..... náðir þú að pumpa hana varðandi skírnina?  Eina sem ég fæ að vita er að það gæti orðið hættulegt að við sitjum saman því presturinn sé svo myndó   Af hverju treystir hún okkur ekki

Rebbý, 12.11.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, ertu lítið fyrir að ýta á túttu, Svava mín? Hvers vegna skyldi það vera?

Steingerður Steinarsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:28

3 identicon

Geturðu ekki bara fengið nýjan takka - eða það sem betra er, nýtt lyklaborð? Sonur minn gerði sér lítið fyrir og reif alt-takkann af minni tölvu, auk þess sem space-takkinn hefur eitthvað staðið á sér eftir að téður sonur hellti safa yfir hann. Mér skildist á ágætum manni í Tölvuteki í Borgartúninu að það væri hægt að skipta um lyklaborð og það kostaði bara nokkra þúsundkalla (allavega fyrir Acer tölvur). Ekki að ég sé búin að druslast til að láta gera þetta, en möguleikinn er a.m.k. fyrir hendi...

Jóhanna Ósk (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband