Spilahelgin mikla :D

Helga bumbustelpaJæja, það var spilað rækilega þessa helgi.  Á laugardaginn hélt spilaklúbburinn góði (sem aldrei hefur fengið opinbert nafn) svokallað "náttfataspilapartí" heima hjá mér.  Við vorum allar með fléttur og í náttfötum.  Þ.e.a.s., ég, Magnea og Helga, Silla lét fléttuna nægja að þessu sinni.  Við ætluðum reyndar að vera í alltof stuttum náttkjólum og slást með koddum sem fiðrið losnar auðveldlega úr (ekki spyrja, byggt á draumórum vinnufélaga okkar) en vorum bara þægar og spiluðum í staðinn.  Eins og venjulega skorti ekki veitingarnar, við vorum með nóg til að fóðra lítið afríkuríki í heilan Magnea spilafíkillmánuð !  Ís, kaka, ávextir, súkkulaði, lakkrís... listinn bara heldur áfram !!  Milli þess sem við hökkuðum í okkur spiluðum við af hjartans list.  Tókum eitt risa Carcassone (a.k.a. Gigassone), Trivial Pursuit (ég vann ég vann!), Five Crowns, Ingenious, Sixmix... jamm bara alveg nóg af sortum Grin  Byrjuðum kl. 4 um daginn, hættum kl. tvö um nóttina.  Helga vinkona þurfti að sætta sig við strokur á magann enda Gigassone !leynist nýr klúbbmeðlimur í honum.  Spilasjúklingurinn ég sofnaði því sæl og glöð.  Sunnudagskveldinu eyddi ég svo hjá Júllu vinkonu.  Var boðið í kvöldmat sem var afar ljúffengur og svo spiluðum við fram til klukkan ellefu.  Það er langt síðan ég hef spilað svona mikið á stuttum tíma !  Að lokum má minnast á heimsókn mína í spilabúðina Spilavini á Langholtsvegi 130.  Þangað á ég örugglega eftir að koma oftar LoL  Keypti eitt spil eftir stutta heimsókn á laugardaginn.  Framhald síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband