Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Sumarbústađardvöl í Svignaskarđi

Sćtir í berjamóŢann 14.-20. ágúst var ég í sumarbústađ í Svignaskarđi.  Mamma var međ mér allan tímann en Hilda frá föstudegi til sunnudags og Svanhildur, Ragnar og strákarnir gistu laugardagsnóttina.  Magga, Helen, Atli og Arna Rún komu Litla mýslansvo í heimsókn á ţriđjudeginum.  Dvölin var sérstaklega ljúf og margt var brallađ.  Viđ fórum á sunnudeginum međ Steinku systur upp ađ bćnum Hvassafelli ţar sem Árný vinkona hennar býr.  Ţar fórum viđ í berjamó og ţar var sko gnótt berja !!  Veđriđ var yndislegt og allir skemmtu sér viđ ađ moka upp berjunum.  Árný bauđ okkur svo í kaffi á eftir og var ţađ afar gott og skemmtilegt.  Litlu drengirnir ţeir Óli og Steinar voru í góđu stuđi, Óla fannst berin bara Arna sćta ađ koma úr pottinummátulega spennandi en Steinar var orđinn vel berjablár enda líkađi honum krćkiberin vel.  Ţegar Magga og ţau komu á ţriđjudaginn fórum viđ í pottinn og fannst Örnu Rún ţađ algert ćđi.  Viđ grilluđum lambalćri og spiluđum Scrabble, hvađ annađ?  Á miđvikudeginum brugđum viđ mamma okkur í heimsókn til Svövu frćnku í veiđihúsiđ sem hún vinnur í rétt hjá Búđardal.  Ţađ var gaman ađ hitta hana og spjalla Smile  Á fimmtudeginum skruppum viđ ađ skođa Ullarsmiđjuna á Hvanneyri.  Notuđum tćkifćriđ og skođuđum gamlan skrúđgarđ, kirkjuna og kirkjugarđinn.  Síđan í eftirmiđdaginn Gluggi kirkjunnar á Hvanneyridrápum viđ mamma okkur nćstum á ţví ađ týna bláber en krökkt var af ţeim í kringum bústađinn.  Ţar sem viđ erum hvorug okkar góđ í skrokknum og kalt var úti voru ţađ stirđar mćđgur sem stauluđust aftur inn í bústađ.  Enda fórum viđ í heita pottinn til ađ mýkja okkur á eftir LoL   Skemmtilegt atvik átti sér stađ eitt kvöldiđ.  Mamma kallađi á mig og sagđi ađ mús vćri fyrir utan.  Ég flýtti mér út og sá litla mús uppi á grein rétt viđ pallinn. Viđ mamma töluđum saman um leiđ og viđ horfđum á hana en hún hreyfđi sig ekki.  Ég náđi ţá í myndavélina og tók myndir og fćrđi mig alltaf nćr og nćr.  Mýsla haggađist ekki, var komin undir greinina og var ađ borđa strá.  Lét ekki einhverja manneskju trufla sig.  Ég var komin alveg rétt ađ henni ţegar hún loksins ákvađ ađ nóg vćri komiđ og stökk í burtu.  Gaman fyrir dýrasjúklinginn !  Viđ komum svo heim á föstudegi, sćlar eftir góđa viku.

Skemmtileg Akureyrarferđ

Óli skođar sel viđ SelasetriđSíđastliđinn mánudag fór ég í ferđ til Akureyrar međ mömmu, Hildu, Svanhildi systur og allri hennar fjölskyldu auk Stulla, kćrastans hennar Guđlaugar.  Á leiđinni norđurHilda viđ Hvítserk skelltum viđ okkur til Hvammstanga og skođuđum Selasetriđ.  Ţá ákváđum viđ í kjölfariđ ađ keyra um Vatnsnesiđ og fara á ţekkta selaskođunarstađi.  Viđ sáum seli bćđi viđ Svalbarđ og Illugastađi, en enga viđ Hvítserk, sem var ţriđji stađurinn sem sérmerktur var sem góđur til selaskođunar.  Hvítserkur var flottur ađ vanda, viđ nenntum ţó ekki ađ klöngrast niđur í fjöruna til ađ skođa hann betur.  Veđriđ var ekkert sérstakt og Mamma á fjórhjólinuţegar viđ keyrđum ađ Borgarvirki sem er ţarna í nágrenninu var skollin á ţoka.  Viđ Hilda fórum upp í Borgarvirki en ekki sáum viđ mikiđ af umhverfinu, rétt grillti í bílana fyrir neđan.  Virkiđ var flott en án efa skemmtilegraHilda og Óli í garđi Jólahússins ađ koma ţarna í betra skyggni.  Nćst var svo stoppađ hjá Ásu frćnku á Geitaskarđi í Langadal.  Eins og venjulega var gaman ađ koma ţangađ og ekki var verra ađ Siggi frćndi bauđ krökkunum upp á ađ prófa fjórhjól.  Hápunkti náđi ţó fjöriđ ţegar ađ mamma, 77 ára gömul, skellti sér upp á hjóliđ og ók eins og herforingi um túniđ.  Geri ađrir betur Smile   Viđ komum svo til Akureyrar um Kojuslysiđ miklamiđnćttiđ og fórum í íbúđina okkar í Hrísalundi.  Viđ dvöldum svo á Akureyri fram á föstudag og nutum lífsins í indćlis veđri.  Hitinn var venjulega á bilinu 17-20 stig.  Viđ skođuđum listasýningar, Jólahúsiđ og röltum um göngugötuna.  Viđ Hilda lentum í smá hremmingumHorft ađ Hraundröngum frá Jónasarlundi međ svefnađstöđuna okkar, kojan sem viđ sváfum í reyndist vera stórhćttuleg.  Ég var í neđri kojunni og botninn féll úr henni strax fyrsta kvöldiđ.  Ég svaf ţví bara beint á gólfinu međ Hildu fyrir ofan mig.  Ţriđja morguninn fór ég óvenjusnemma á fćtur og reyndist ţađ mesta happaákvörđun.  Nokkrum mínútum eftir ađ ég fór fram úr gaf botninn í efri kojunni sig og Hilda húrrađi beint niđur á svefnplássiđ mitt!!!  Til allrar lukku meiddi hún sig ekki en ef ég hefđi legiđ ţarna ennţá hefđi ég án efa orđiđ ađ klessu!  Á föstudaginn var svo brunađ aftur í bćinn međ viđkomu í Jónasarlundi viđ Hraun í Öxnadal og á Geitaskarđi.  Ţađ voru lúnir ferđalangar sem skiluđu sér heim rétt um tíu á föstudagskvöldiđ, ţreyttir en sćlir eftir góđa dvöl á norđurlandinu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband