Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðilegt ár !!!

Gleðilegt ár allir nær og fjær !!!  Set inn áramótapistil á morgun.  Skemmtið ykkur vel í kvöld og passið ykkur á flugeldunum.  Sjáumst (skjáumst) hress á nýju ári Wizard

Súpermann gleymdi búningnum úti í sólinni...


Þrumujól !

Arna Rún fær knús hjá MögguJæja, enn eitt aðfangadagskvöldið liðið.  Svínakjötið var gott, ísinn hennar mömmu frábær og heita súkkulaðið og kaniltertan voru punkturinn yfir i-ið og komman yfir ó-ið Smile   Ég byrjaði daginn á því að mæta í vinnuna.  Við höfðum það bara huggulegt saman þau sem voru mætt, spjölluðum um jólasiði og sötruðum kaffi.  Björg vinkona kom í heimsókn með Ísak son sinn og var gaman að hitta þau og fá að knúsa fyrir jólin.  Við Magnea vorum með þeim síðustu sem fóru heim og kvöddumst með loforði um spil milli jóla og nýárs.  Svo var farið í pakkaferð og í kirkjugarðinn með grein á leiðið hans pabba.  Það stytti einmitt upp þegar við vorum þar og ég var svo ánægð með að hann skuli eiga legstað á fallegum stað eins og Álftanesi í stað þess að vera í Gufunesinu.  Við mæðgur mættum ásamt Guðlaugu til mömmu rétt um fimm.  Eftir mat og pakka kom fjölskyldan saman eins og venjan er en þetta árið mætti nýr meðlimur í fyrsta sinn.  Arna Rún Atladóttir mætti og stal senunni.  Eins og venjulega slógust allir um að fá að halda á henni og tókst mér að fá tæpar 2 mínútur í minn hlut.  Mér til gleði fékk ég nóg af bókum, púsluspilum og spilum til að halda mér ánægðri yfir jólin.  Óvæntasti hluti kvöldsins var án efa ein háværasta þruma sem ég hef heyrt hér á landi sem hreinlega skók húsið um sjöleytið.  Þrumuveður í snjókomu á aðfangadag !  Nú hefur maður prófað allt.  Nú fer ég í rúmið södd og sæl.  Gleðileg jól til ykkar allra Grin

Stormur 5..framhaldssagan heldur áfram

Þetta er með ólíkindum.  Ég ligg hér upp í rúmi og nöldra við sjálfa mig.  Enn einu sinni blása vindar og rigningin rennur eins og fljót yfir gluggann minn.  Orðið ansi leiðigjarnt!  Fögur fyrirheit mín um gönguferðir á kvöldin verða ekki uppfyllt fyrr en drukknunar- og slysahætta fer minnkandi.  Annars er gott að þurfa aðeins að kvarta yfir veðrinu.  Helen systir varð fyrir fljúgandi karlmanni um helgina og braut þrjú rifbein.  Hún dvelur nú í góðu yfirlæti hjá mömmu og hreyfir sig um íbúðina með hraða snigilsins.  Held hún myndi frekar vilja vera ég, aldrei þessu vant óbrotin og bara frekar hress.  Eina vandamál mitt eru lekir gluggar.  Ég þarf að bíða vorsins og reyna að kynnast smið til að lappa upp á þá.  Fyrst þar ég samt að deita flísaleggjara og pípara til að koma baðherberginu í lag.  Nóg að gera á næsta ári s.s.  Jæja, farin að skipta um tusku í eldhúsglugganum.  Góða nótt (í vindgnauði og vatnshljóði).

Nú er úti veður vott - vindasamt líka

Það er ekki hægt að sofa fyrir veðrinu.  Það stendur beint á bakhliðina á blokkinni minni og vatnið spýtist inn um rifu á opnanlega faginu.   Það hvín og blístrar í öllu og stundum finn ég fyrir þrýstingi í eyrunum.  Ég kíkti á vef Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar og úff, það eru 26 m/s hér í borginni !  Jahérnahér ! Meira en í óveðrinu fyrir tveimur dögum !  Ekki vildi ég vera á ferð uppi á Kjalarnesi eða Garðabæ núna, þar fara vindhviðurnar upp í 40 m/s !  Við kanínan kúrum okkur undir hlýrri sæng og prísum okkur sælar að vera innandyra.  Best að skipta um handklæði í glugganum og reyna svo að kúra.  Kári og kuldaboli verða að gefa mér séns á því einhverntíman !

Sannleikurinn um kanínur...

bunny


Krass búmm bang

Jæja, þá er óheppni ársins búin.  Var að klessa bílinn.  Ekkert mjög stórt en það kostar peninga.  Rann í veg fyrir bíl svo ég er í órétti.  Var bara á tæplega 30 og var eiginlega stopp þegar bílinn sem kom á móti lenti á mér.  Hennar bíll er varla skemmdur og hvorug okkar fann neitt fyrir þessu.  Svo þetta var lán í óláni, bara smá koss sem var samt svo óþarfur !!  Nóg um það, amk eitthvað ánægjulegt gerðist í dag - ég setti saman nýtt eldhúsborð og stóla úr IKEA.  Getið séð mynd af því hér.  Jibbí !!  Nú vantar bara borðstofuborðið !!!  Ég ætla að fara í langt bað núna til að jafna mig eftir erfiðan dag.  Smá grín til að létta stemninguna, hér er einn brandari sem gladdi mitt geð.  Eigið góðar stundir !

untitled


Kvöldstund klikkaða heilbrigðisfulltrúans

Heima ein - og læt mér leiðast.  Búin að vera að leika mér á veraldarvefnum í allt kvöld.  Á þessu rölti hef ég rekist á margar athyglisverðar vefsíður.  T.d. þessi um hneykslaðar kanínur.  Hmm. hafði ekki gert mér ljóst hversu hneykslaðar kanínur geta orðið fyrr en núna.  Mín eigin horfir á mig og er greinilega hneyksluð á mínu óáhugaverða lífi.  Svo er það síðan um ketti sem líkjast Hitler.  Sá sem setti upp þá síðu á sennilega við einhverja andlega erfiðleika að stríða!  Ég rakst líka inn á síðu þar sem hægt er að finna allar tegundir fælni (fóbíur) í stafrófsröð.  Vissuð þið að þeir sem eru hræddir við vötn þjást af Limnophobiu ?  Og þeir sem hræðast trúarathafnir eru með Teleophobiu ?  Afar áhugaverð síða LoL .  Að lokum vil ég nefna heimasíðu heimssamtaka fólks sem fer í Steinn-skæri-blað leikinn.  Vissuð þið að Andrea Farina frá New York er heimsmethafinn í Steinn-skæri-blað ?  Hún tryggði með sigri sínum fyrstu gullverðlaun Bandaríkjana frá því að heimsmeistaramót hófust árið 2002.  Hún er undarleg, hún veröld !!! Best að fara að lúra !

Arna Rún skírð

Í dag var ég í skírn barnsins hans Atla frænda míns, sonar Helenar systurArna Rún með ömmu og Möggu.  Litla músin var skírð Arna Rún, þrátt fyrir háværan mótmælagrát (vildi heita SvavaWink ).  Ekki skorti veitingar í veisluna og var mikið um dýrðir.  Eftir langa mæðu og slagsmál við æsta ættingja tókst mér loks að fá skírnarbarnið í hendurnar og knúsa hana.  Ekki leið þó á löngu áður en einhver rændi henni aftur.  Fallegt nafn, til lukku Atli og Sigrún með litlu dömuna Wizard

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband