Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Bjarni Jóhann megakrútt

Hjá mömmu sinni :)Ég brá mér í heimsókn til Helgu og Halldórs í gær gagngert til að hitta fyrir herramanninn Bjarna Jóhann son þeirra.  Var samt kurteis og spjallaði við þau líka LoL   Hann vaknaði Hjá pabba sínumum leið og ég kom og hélt uppi góðri stemningu meðan á heimsókninni stóð.  Ekki fer á milli mála að drengurinn hefur erft arnfránt heilbrigðisfulltrúaaugnaráð mömmu sinnar Tounge   Annars má sjá sitt lítið frá hvoru foreldri í drengum.  Ég fékk fullt af brosum og verð að segja að eggjastokkarnir hristust all harkalega þegar ég sat með Sleeping beautymegakrúttið í fanginu!  Hér eru nokkrar myndir af þessum fríða unga manniInLove

Heima á ný eftir frábæra ferð

Tyrklandsferðin er nú á enda og við Hilda komnar heim á klakann.  Þetta var frábær ferð í alla staði Ég að synda í Eyjahafinuog full af ævintýrum.  Marmaris er afar snyrtilegur og huggulegur ferðamannastaður og mæli ég hiklaust með honum.  Tyrkir veita góða þjónustu, elda góðan mat og tala allir ensku.  Hótelið okkar var mjög fínt og var ekkert sem varpaði skugga á dvölina þar.  Eins og fyrr var sagt frá hitti ég sel í Gökova flóa, eftir googleleit tel ég nú víst að um selinn Badem sé að ræða sem oft heimsækir ferðamenn og leikur við þá eftir að hafa vanist mönnum þegar henni var bjargað frá dauða sem kópur.  Badem er munkaselur en þeir eru í útrýmingarhættu í Miðjarðarhafi og Eyjahafi.  Svo var það jarðskjálftinn góði, það var nú upplifun!  Manni stóð ekki alveg á sama þar sem maður treystir kannski ekki byggingum í Tyrklandi eins vel og hér á landi.  Skjálftinn var álíka sterkur í Marmaris og síðasti Suðurlandsskjálfti var hér í Reykjavík.  Bara gaman svona eftir á !  Ég fór með Guðlaugu og Hildu í 2 daga skoðunarferð til fornborgarinnar Efesus og náttúruundursins Pamukkale.  Það var afar gaman að skoða Efesus sem er ótrúlega vel varðveitt.  Aðeins er búið að grafa upp um 35% af svæðinu svoMósaík önd á götu í Efesus fleiri hlutir bíða uppgötvunar.  Þarna var m.a. að sjá 45 þúsund manna leikhús, mósaíkgötu, bókasafn og leifar vændishúss.  Í vændishúsinu mátti sjá ælubrunn þar sem rómverskir svallarar fóru til að kasta upp svo hægt væri að halda áfram að troða sig út af mat og víni!  Sama dag fórum við einnig og skoðuðum hús þar sem María mey á að hafa eytt sínum síðustu dögum.  Hmmm, hef mínar efasemdir... En hvað um það, gaman að kíkja á þetta og við Hilda drukkum úr helgum lindum sem þarna eru og verðum því hér eftir heilbrigðar, hamingjusamar og á framabraut Wink   Daginn eftir skoðuðum við Pamukkale eða Bómullarfjallið.  Það er heil fjallshlíð sem er þakin kalkútfellingum en kalkið kemur úr heitu jarðvatni sem kemur upp frá 600 m dýpi og flæðir þarna yfir.  Staðurinn er á heimsminjaskrá og var gætt af vörðum sem flautuðu reiðilega á fólk ef það fór inn á bannsvæði.  Allir urðu að vera berfættir inni á svæðinu til að vernda hinn einstaka hvíta lit.  Þetta var dásamlega Hilda í Pamukkalefallegt, leit út eins og bómull eða snjór.  Hefði ekki vilja missa af því að sjá þetta.  Við skoðuðum líka fornborgina Hierapolis sem er fyrir ofan Pamukkale.  Í þessari tveggja daga ferð keyrðum við 784 km !  Við vorum því þreyttar þegar við komum aftur til Marmaris.  Við Hilda skelltum okkur svo í köfun daginn áður en við fórum heim.  Það var frábært - eftir að ég komst yfir ofsahræðslu sem greip mig í byrjun!  Hilda kafaði eins og herforingi en lenti í því að vera bitin af múrenu !  Það var æðislegt að sjá fiska í öllumAlmenningssalerni í Efesus regnbogans litum, risakuðung, svampa, burstaorma skríðandi á steinum og allskyns smákvikindi.  Á eftir að prófa þetta aftur !!  En allt gaman tekur enda og við komum heim á miðnætti þann 22.  Sælar eftir góða ferð en það er nú alltaf Óli og Ninni í Gökovasiglingugott að koma heim aftur.  Sakna samt Efes Pilsen vinar míns....Skál!

Jardskjalftinn fannst vel a Marmaris !!!

Eg vaknadi rett fyrir kl. half 7 i morgun og la dormandi i ruminu thegar jardskjalftinn reid yfir !!  Otrulega kröftugur, rumid okkar Hildu hristist og allt lek a reidiskjalfi !! Tha hefur madur profad ad upplifa jardskjalfta i ödru landi, bara gaman ! (fyrst hotelid hrundi ekki)  Thad fyndna var ad margir höfdu einmitt vaknad rett adur en ad skjalftinn reid yfir, aetli madur finni svona a ser ?  Thessi ferd verdur alltaf meira ahugaverd, hvad aetli gerist naest ??
mbl.is Jarðskjálfti á Rhodos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sol, saela, solbruni og selur !

Thad er gaman i Tyrklandi!  Ad visu er frekar heitt, um 40 gradur flesta dagana, en thad er ekkert sem kaldur Efes og sundlaugin geta ekki lagad Smile  Vid erum aldeilis buin ad njota lifsins her og enn er vika eftir.  Allt er hreint og snyrtilegt her, god thjonusta og godur matur.  Forum a besta indverska stad sem eg hef kynnst nuna um daginn, allir fengu himneskan mat.  Mmmm, förum örugglega thangad aftur!  Vid forum svo i siglingu um Gökova floa a laugardaginn.  Stoppad var vid fimm badstrendur og vid syntum i sjonum og skodudum igulker og flotta fiska.  Hapunktur ferdarinnar var hinsvegar thegar selur kom og for ad leika vid folkid a einni ströndinni.  Eg var ad svamla dalitid i burtu og heyrdi allt i einu einhver laeti a ströndinni.  Svo heyrdi eg Hildu kalla: Selur mamma selur !!  Eg sa svartan skugga nalgast mig a ognarhrada og svo stökk selurinn upp a öxlina a mer !!  Eg horfdi skyndilega a storan haus med dökk augu, breida kampa med stifum gulum burstum og kruttlegt nef LoL   Eg nadi ad taka utan um hann, klappa honum um hausinn og a bakinu adur en hann synti burt.  Frabaert !! Steinka systir a eftir ad deyja ur öfund.  Eg nadı tvi midur ad brenna a bakinu i thessari ferd og verd tvi ad fara varlega naestu daga.  Steig reyndar lika a igulker, ekki thaegilegt !  En allt er gott her, meira sidar !!

Farin til Tyrklands!

Jæja, þá er komið að Tyrklandsferðinni!  Við fljúgum kl. 8:30 í fyrramálið til Marmaris, í 40 stiga hita!  Ég sé fram á að eyða tímanum á kafi í lauginni, inni í minibarnum eða ofan í frystikistunni í eldhúsi hótelsins til að kæla mig.  Ég ætla einnig að kynnast tyrkneska bjórnum Efes Pilsen sem verður örugglega orðinn góður vinur minn í lok ferðar.  Skjáumst síðar gott fólk !

efesmarmaris


Fallegur næturhiminn :)

Leit út um gluggann minn kl. 00:30 og ótrúlegir litir blöstu við.  Himininn var ýmist appelsínugulur, gylltur, fjólublár eða bleikur.  Tók myndir bæði fyrir framan og aftan hús, lýsa þessu ekki nógu vel en gefa hugmynd.

Himininn fyrir framan húsið

 

 

 

 

 

 

 

Himininn fyrir aftan hús


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband