Fiskflak er ekki bara fiskflak

Á þriðjudaginn fór ég á námskeið í að meta ferskleika þorsks.  Hehe, já, veit það hljómar undarlega.  Matís bauð mér á námskeiðið því ég hef tekið þátt í könnunum hjá þeim.  Og þó sumum kunni að finnast það skrítið var námskeiðið mjög skemmtilegt og áhugavert.  Ég hefði aldrei trúað því hvað gæði fisksins breytast mikið á 11 dögum, þó hann sé geymdur á ís.  Við prófuðum að gefa soðnum flökum einkunn fyrst og úff, það var MIKILL bragðmunur á ferskum fiski versus ellefu daga.  Oj hvað sá gamli bragðaðist illa.  Svo mátum við fersk flök og þá þurftum við að gera sjónmat, pota í þau og hnusa af þeim.  Við vorum orðin ansi sleip í þessu og fengum því verðlaun í lok dagsins: ELDSMIÐJUPIZZU !!! Yes!  Ekki sjávarréttapizzu, tek ég fram ! Framhald næsta þriðjudag, verður bara gaman.  Næst þegar ég fer í fiskbúð mun ég horfa á flökin með muuun gagnrýnni augum.  Lykilatriðið er að ef lyktin í búðinni er vond - látið ykkur hverfa !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Eldsmiðjupítsu hún fær

eftir að hafa potað í fiskflak í gær.

Hún át hana hún Svava

en ráðleggur ekki að lafa

í fiskbúð ef lyktin er þínu nefi ei kær.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.11.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband