Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Loksins karlmaður í húsinu

KanínuknúsÞað er loksins kominn karlmaður í húsið.  Hann sefur vært hérna við hliðina á mér.  Áður en allir verða allt of kátir er best að taka fram að hann er bara þriggja ára Smile   Hann hlýtur að sofa vel þar sem hann eyddi kröftunum fyrir háttatíma við að kanna húsið.  Hann er orðinn svoduglegur að ganga með og ganga þegar maður leiðir hann bara með einni hendi.  Elsku músin mín !  Best að fara í bólið núna, hann vaknar snemma í fyrramálið, hress og kátur. Ekki víst að ég verði eins hress !

JAPAN BABY !!!

Japan_sea_mapÍ dag bókaði ég ferð til Japan fyrir mig og einkadótturina !! YEAH !  Eini gallinn er 12 tíma flugið frá London til Tokyo ... íííík !!  Ég ætla að heimsækja Gunnellu vinkonu og hennar fjölskyldu en þau búa þarna úti þar sem húsfreyjan er í doktorsnámi.  Versta er að eina orðið sem ég kann í japönsku er "pika" sem mér skilst að þýði "fljótt". Það var góðvinur minn Pikachu sem kenndi mér það.  Var alltaf eitthvað pervertískt við að sjá lítil börn í stuttermabolum með mynd af Pikachu og orðunum pika pika við þegar Pokemon æðið stóð sem hæst...  Ég hlakka rosalega mikið til !! (Gunnella sennilega farin að naga neglurnar..)  Við fljúgum út til London 25. júní, þaðan til Tokyo 26. júní og lendum 27. júní í Japan.  Við fljúgum til baka 10. júlí og til Íslands 11. júlí.  STUUUÐ !

Stolt móðir fermingarbarns !

Jæja, þá er búið að ferma einkadótturina.  Og ég var ekki lostin eldingu þó að ég færi upp að altarinu með henni.  Eina áfallið var tyggjóklessan í messuskránni minni.  Hilda leit út eins og engill og geislaði alveg af gleði eftir að athöfninni lauk.  Veislan er eftir - hún er kl. 18.  Svo nú er bara að bíða og slappa af.

Hilda í kirkjunni


Risakettir og huguð kanína

mar07 037mar07 013Ég er nú flutt inn til Helenar systur með öll mín dýr og hafurtask.  Helen á tvo akfeita dekurketti, þá Nóa og Runólf.  Nói er stærsti köttur sem ég hef séð, bakið á honum er um 4 fermetrar og skv. nýjustu vigtun er hann 8 kg.  Minn ástkæri Brad (kanínan) kæmist 3x fyrir inni í þeim skrokki.  Runólfur er öllu minni en er myndarköttur með góða bumbu engu að síður.  Vandamálið er bara það að ég á kanínu, stökkmýs og skjaldböku.  Þessar dýrategundir eru ekki sérlega vel til þess fallnar að vera í góðu sambýli við ketti.  Enda trompaðist kanínan úr hræðslu eitt fyrsta kvöldið hér og spólaði um öll gólf og stappaði niður fótunum, við það eitt að sjá Runólf tölta inn í stofuna.  Dýrafansinn minn er því lokaður inni í baðherberginu á efri hæðinni til að koma í veg fyrir of náin samskipti.  Kaní fær að koma niður á í stofuna á kvöldin og hoppar þá glöð um í sófanum áður en hún mar07 004sest í gamla hægindastólinn hans pabba og kemur sér vel fyrir.  Þessi stóll var áður uppáhaldið hans Runólfs en kanínan sýndi einstakt hugrekki, hoppaði upp á arminn á stólnum, hnusaði af Runólfi og hann hljóp skelfingu lostinn í burtu Smile  Kanínan hefur tvisvar rekið hann úr stólnum, en þeir félagar Nói og Runólfur hætta sér ekki nálægt stólnum þegar kanínan er þar.  Hinsvegar sitja þeir á gólfinu og mæna á hana.... if eyes could kill....  Runólfur hefur annars tekið mig í sátt og mætir nú á hverjum morgni, malar eins og bílvél og sleikir mig í framan með sandpappírstungu.  Nói er enn hógvær, kemur sér bara fyrir til fóta og kúrir þar.  Það verður fjör að eyða hér næstu mánuðum í dýragarðinum W00t (ykkur til upplýsingar er Nói guli kötturinn og Runólfur sá dökki. Kanína er auðþekkjanleg á löngu eyrunum).


Íbúðarsöluævintýr

Ég var aldrei búin að ná að segja alla söguna varðandi íbúðarsöluna.  Þegar ég mætti til að skrifa undir kaupsamninginn beið mín nefnilega óvænt uppákoma.  Fólkið sem var að kaupa hafði ég aldrei séð áður !!  Hjónin sem komu að skoða voru vinir þeirra, en þessi tvö höfðu aldrei séð íbúðina sjálf.  Viðurkenni að fyrst fylltist ég skelfingu - kannski voru þetta allt mistök !  Fólkið héldi sig vera að kaupa aðra íbúð eða eitthvað í þeim dúr.  Til allrar lukku var það nú ekki málið (er svo bjartsýn alltaf).  Hann reyndist vera rússneskur eisti og hún lithái.  Undrunarefni nr. 2 var svo það að þau ætluðu sér ekki að búa í íbúðinni.  Hann er verktaki og ætlaði að nota íbúðina fyrir sína menn.  Undirritun var á miðvikudegi og hann vildi gjarnan fá íbúðina á föstudaginn því "my men are coming on Friday" (borið fram með rússneskum framburði).  Mér lukkaðist að ljúka því síðasta og tæma íbúðina fyrir föstudag.  Nú búa þar amk. 3 austantjaldsverkamenn og njóta þess án efa að staulast upp á 4. hæð.  Ég er hinsvegar frí og frjáls og segi hverjum sem heyra vill að ég hafi selt rússnesku mafíunni íbúðina.  Ég er nú orðin "well connected".  Passið ykkur bara, muahahahhahahha.

Loksins komin í samband !!!

Eftir mikið sálarstríð og vesen er ég komin í samband við umheiminn aftur Smile  Fyrst þurfti Helen systir að segja upp Hive, svo þurfti að flytja símann til Símans, svo var loks hægt að flytja BTnet.  Púff !!  Loksins í dag virkaði netið og ég er himinsæl á ný LoL


Er á lífi ! Flutt en netlaus með öllu :-(

Jæja, í ljós kom að ég seldi rússnesku mafíunni íbúðina mína (meira um það síðar)  Afhenti lyklana á föstudaginn og skellti mér svo í sumarbústað yfir helgina til að hvíla lúin bein.  Er að vinna að því að fá nettengingu á nýja staðnum, þá heyrist frá mér á ný !  Adios amigos !

8 stunda geymslutörn lokið !

1EF4798E069EJæja, þá er ég búin að fara í gegnum geymsluna og henda !  7 stórir svartir ruslapokar fylltir auk fjölda kassa sem farið hafa í nytjagám SORPU.  Í anda sanns umhverfisverndarsinna flokka ég allt sem hægt er að flokka og þræði því gámana á móttökustöðinni.  Þetta tók litla 8 tíma !  En geymsludótið minnkaði snarlega niður í næstum ekki neitt við þessar aðgerðir LoL  Alveg merkilegt hvað maður á mikið drasl !

Vínkynning er málið

IMG_0541IMG_0539Síðasta föstudag var vínsmökkun í vinnunni.  Það var afar skemmtilegt að hlusta á fróðleik um vín og smakka eðalvín með meðlæti.  Boðið var upp á paté og konfekt með vínunum.  Konfektið fengum við með styrktum vínum sem eru ætluð sem eftirrréttavín.  Mmm, hvíta styrkta vínið, Muscat de Rivesaltes, var alveg rosalega gott.  Patéið var m.a. villisveppa og andapaté.  Þetta var mjög vel heppnað og ég ætla mér að nýta mér þekkinguna og kaupa eitthvað af vínunum sem við prófuðum.  Hætta kannski að velja bara vínin eftir því hvort miðinn sé flottur Smile   Ekki spillti að vínþjónninn var bráðmyndarlegur.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband