Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Loðmundur hamstur hámar í sig vöfflu

Loðmundur að gúffa í sig

Helen systir 47 ára í dag - til hamingju :D

Magga krullugellaHelen systir á afmæli í dag og stefndi fjölskyldunni allri í afmæliskaffi.  Við Steingrímur skelltum okkur auðvitað í fjörið.  Fengum nýbakaðar vöfflur og súkkulaðiköku, Arna súkkulaðigrís :)mmmmm.  Það var ansi mikill hávaði á staðnum enda yngstu fjölskyldumeðlimirnir, þau Arna Rún, Óli og Steinar öll á staðnum.  Helen var svo gáfuð að draga fram hvern hávaðavaldinn á fætur öðrum, lítil útvörp, Óli hámar í sig vöfflurymjandi björn og galandi kökukrukku.  Argh!  Við systur notuðum auðvitað tækifærið og skröbbluðum fyrst við vorum nú allar á staðnum.  Það er skemmst frá því að segja að sú besta vann, sem er auðvitað hún elsku ég, múahahahhahahah !  Lokaði meðSteinar sætilíus :) því að klára alla 7 stafina og fá 50 bónusstig. Lífið er yndislegt stundum LoL   Hér með fylgja myndir frá veislunni góðu.

Aron rúsína :)

aron 005Björg vinkona kom í heimsókn um daginn með Aron son sinn.  Þessi sæti snúlli heillaði alla upp úr skónum og auðvitað notuðum við tækifærið og ljósmynduðum gaurinn.  aron 002Hér með deili ég myndunum með ykkur LoL

 

 

 

aron 004


Og enn ein skemmtileg helgi er að baki

HafravatnEkki það að ég geri ekkert skemmtilegt á virkum dögum.  Þvert á móti.  En maður getur bara pakkað svo mörgu skemmtilegu á helgarnar.  Á laugardaginn fórum við Steinka á hundasýningu í Garðheimum.  Þar voru allar mögulegar tegundir af stórum hundum, svo mætti fjöldi eiganda með hundana sína svo þetta var eins og að fletta myndabók um hundategundir að rölta þarna um.  100 kgVindbarin Steinka Sankti Bernharðshundur vakti mikla athygli, þvílík stærð á loppum og haus!!!  Tveir Stóru Danar náðu að heilla mig og vinalegir Leonberger hundar líka.  Allt fullt af ómótstæðilegum voffum Smile   Steinka kom inn með Freyju en hún varð svo hrædd að hún dró Steinku hreinlega með sig aftur út í bíl.  Svo brugðum við okkur í bíltúr, fórum og skoðuðum  brimið við Hafið bláa og fengum okkur svo kaffi í Rauða húsinu á Eyrarbakka.  Þá fór nú veðrið heldur betur að versna og þegar við fórum yfir Freyja sperrt að skoða ísinn á Hafravatniheiðina var kominn slyddubylur og ekkert skyggni.  Við náðum samt heim heilar a húfi og fengum okkur kaffi til að róa taugarnar Cool   Á sunnudaginn brugðum við okkur svo upp að Hafravatni.  Þar röltum við framhjá gamalli rétt og upp á skógivaxna hæð með góðu útsýni yfir vatnið.  Freyja var að vanda fyrst upp og gat ekki skilið hvað við vorum lengi á leiðinni LoL   Vatnið er mjög fallegt og umhverfið skemmtilegt, þarf endilega að kíkja þarna aftur í sumar.  Við skoðuðum líka íshrönglið við vatnsbakkann og lásum skemmtilega sögu á skilti um nykurinn sem bjó í vatninu en fór eftir undirgöngum yfir í Reykjavíkurtjörn.  Svo skelltum við okkur á Amokka með Möggu systur, átum köku og ræddum um landsins gagn og nauðsynjar.  Já, stundum er bara gaman að vera til Joyful

Dásamleg deildarveisla

VeisluborðiðJæja, loksins kemst ég inn á bloggið til að tjá mig, mbl. var Gæjarnir :)eitthvað að stríða mér.  Síðasta föstudag hélt deildin mín matarboð heima hjá henni Magneu.  Tvær komu með súpu, þrjú komu með heimabakað brauð, ég og ein komum með eftirrétti og loks kom einn með grænmeti sem snakk.  Þetta var alveg frábært.  Súpurnar voru dásamlegar, önnur mexíkósk og hin indversk.  Heimabakaða brauðið var Míns í stuðihimneskt, slurp slurp.  Við skoluðum þessu niður með góðum bjór og hvítvíni.  Punkturinn yfir i-ið var svo ísinn í eftirmat, mmmmmm.  Þetta var svo huggulegt og skemmtilegt, við nutum kvöldsins alveg í botn.  Tommi fyrrum vinnufélagi okkar dúkkaði upp með nokkrum samstarfsmönnum og skemmti sér með okkur.  Þetta var svo gaman að við erum þegar farin að láta okkur hlakka til næst Smile.

 


Frábær helgi að baki

Þórufoss í Laxá í KjósHelgin var frábær.  Eftir að hafa eytt vikunni í veikindi var hún einmitt það sem ég þurfti til að hressa mig.  Cindy og Villi vinir mínir komu í bæinn frá Egilsstöðum og við fórum saman í bíó, út að borða og á pöbbinn. Viðurkenni að við entumst ekki lengi úti á lífinu en þetta var nokkuð gott miðað við aldur og fyrri störf Wink   Bara gaman hjá okkur og nú er bara að skella sér í helgarferð á Egilsstaði og kanna hið villta næturlíf þar.  Ég brá mér svo í bíltúr með mömmu, Steinku og Möggu á laugardaginn.  Við keyrðum inn í Kjós, fram hjá Meðalfellsvatni eftir Kjósarskarðsveginum.  Við stoppuðum og skoðuðum Þórufoss sem er í Laxá, afar fallegur í klakaböndum.  Svo stoppuðum við hjá rósaræktanda í Mosfellsdalnum og keyptum okkur fallegar rósir.  Hann var svo indæll að gefa okkur fjóra vendi af útsprungnum rósum í kaupbæti svo að nú er stofan mín full af rósum.  Dásamlegt LoL .  Á sunnudeginum skelltum við Steinka okkur á kaffihús og svo á rósasýningu í Garðheimum.  Þar var einnig brúðkaupssýning í gangi og boðið upp á prufur af allskyns góðgæti.  Ekki var það nú verra.  Helgin var s.s. fín til að hlaða batteríin vel og rækilega. 

Gubbulína

Eftir að hafa stært mig af því að sleppa við allar umgangspestir þurfti ég auðvitað að næla mér í eina.  Hefði betur þagað.  Byrjaði að gubba á miðnætti á mánudagskvöldið.  Þriðjudagur var helvíti á jörðu, miðvikudagur skárri og í dag mætti ég í vinnuna.  Var samt frekar drusluleg allan daginn og þoli illa að borða enn sem komið er.  Óþolandi pest!  Vona samt að ég fari að hressast, maður getur varla lifað á loftinu endalaust.  Skal vera hress á morgun!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband