Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Finnið ykkar eigið slagorð :-)

Make Svava Svanborg Yours.

Enter a word for your own slogan:

Generated by the Advertising Slogan Generator, for all your slogan needs. Get more Svava Svanborg slogans.


NýDönsk

NýDönskStuuð ! Fór á tónleika með NýDönsk á NASA í gær og það var rosa gaman.  Fór með Hörpu vinkonu og við skemmtum okkur konunglega.  Ég hef aldrei verið nein  NýDönsk vifta (fan) en þeir komu þægilega á óvart.  Staðurinn var pakkaður og nokkur fræg andlit á sveimi (umkringd misdrukknum aðdáendum sem reyndu að vera skemmtilegir).  Verandi frekar lítið fyrir íslenska tónlist var kannski ekki skrítið að ég kannaðist ekki við öll lögin en það kom mér á óvart hve margir virtust þekkja alla textana.  Þeir voru að sjálfsögðu klappaðir upp og tóku nokkur aukalög.  Fánar hengu á hljóðnemum og hljómborði, til að forðast brot á fánalögum voru stóru fletirnir í fánanum grænir ekki bláir Smile   Við Harpa vorum virkilega ánægðar þegar við héldum heim á leið. Harpa lánaði mér stígvél með hæl fyrir kvöldið og ég rokkaði feitt, næstum 1,90 LoL   Gaman að fara út að gellast af og til !

Júlla og Matti afmælisbörn

Í gær átti Júlla vinkona afmæli og í dag átti Matti maðurinn hennar fertugsafmæli.  Ég fór út að borða með þeim í gær og fékk afmælisköku.  Til hamingju með afmælin elskunar Wizard

Petra Björg, til hamingju með nafnið þitt !

Petra Björg skírðÁ mánudagskvöldið var ég Skírnartertanviðstödd mjög ánægjulega athöfn.  Sonja vinkona var að skíra litlu músina sína.  Hún hlaut nafnið Petra Björg og var greinilega alsæl með það, svo róleg og góð var hún Smile   Enda voru allir sammála um að nafnið væri fallegt og hæfði prinsessunni.  Þetta var margfaldur hátíðisdagur hjá fjölskyldunni, Bjarni hennar Sonju varð 35 ára og Sindri sonur þeirra átti 4 ára skírnarafmæli.  Auðvelt að muna merkisdaga þegar þeir falla á sama dag Smile   Sonja bauð svo upp á dásamlegar veitingar sem nægt hefðu til að fóðra lítið afríkuríki í heilan mánuð.  Við fórum heim saddar og sælar allar vinkonurnar, með afganga í nesti.  Þökk sé Sonju er ég búin að borða yndislegan mat þrjú kvöld í röð.  Til hamingju með nafnið Petra Björg, til lukku með dömuna Bjarni og Sonja !

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband