Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Skemmtilegt vinnudjamm

Síðastliðið föstudagskvöld var haldið frábært vinnupartý hér í Borgartúninu.  Fólk átti að mæta í grímubúning, enda var hrekkjavakan þema kvöldsins.  Ég endurvakti gamlan kunningja, Major Dimitri Jerkoff (you can call me Major Jerk) og skálmaði um svæðið, fúlskeggjuð með byssu.  Þetta var frábær skemmtun, margir flottir búningar og auðvitað skemmtilegur félagsskapur.  Hér er ein mynd af Dimitri í stuði:

Dimitri og Pétur


Steinka systir fimmtug

Gummi á fullu í undirbúningHún Steinka systir varð fimmtug þann 1. október sl.  Til lukku með það enn og aftur kæra systir InLove  Nema hvað,Svanhildur, Rannveig, Magga og Þórir haldið var upp á áfangann með pompi og prakt 24. október og var mikið um dýrðir.  Gummi varð fimmtugur fyrr á árinu og var því veislan einnig síðbúin veisla fyrir hann.  Fjöldinn allur af rebbum mætti og auðvitað var mikið talað Steinka og Doddi á góðri stundog hlegið.  Siggi Geit var langt kominn í að fá mig og Svanhildi yfir í Sjálfstæðisflokkinn  (talaði svo dáleiðandi).  Veitingarnar voru frábærar og nógHulda og Siggi í stuði :) af áfengum veigum í boði, skál í boðinu Smile  Takk fyrir frábært kvöld, Gummi og Steinka Kissing  Hér eru nokkrar myndir úr boðinu.

 


Veikindagemsi en er ekki alveg dauð

Ég nældi mér í pest sem að öllum líkindum var hin víðfræga svínaflensa núna um miðan október.  Veik í viku og hóstaði í aðra viku.  Hélt að þar með að ég væri búin með veikindi ársins 2009.  Onei, svo var ég veik í 2 daga með einhverja bleeeh pest.  En nú er ég vonandi pestarfrí það sem eftir er árs.  Og nenni kannski að blogga af og til Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband