Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Sætu frændurnir :)

Skrapp aðeins í heimsókn til Svanhildar systur í dag.  Óli og Steinar voru í stuði eins og venjulega Óli að sprellaog tóku vel á móti mér og Steingrími.  Þeir bræður voru aðSætu prakkararnir búa til risahring úr litlum plaskubbum og voru stoltir yfir árangrinum.  Óli deildi með okkur nokkrum vel völdum prumpubröndurum en svo fóru þeir að horfa á barnaefnið og sátu sætir og rólegir í sófanum þegar ég fór.  Þar sem alltof langt er liðið Horft á barnaefniðsíðan ég birti myndir af þeim eru hér nokkrar til að gleðja augað :)

Afmæli, afmæli, ennþá fleiri afmæli :)

Doddi afmælisdrengurFélagslíf mitt þessa dagana virðist einskorðast við það að mæta í barnaafmæli.  Þann 5. september átti Arna Rún, dóttir Atla frænda míns, afmæli og boðið var til veislu hjá Helen systur. Daman varð tveggja ára. Afmælisbarnið var í banastuði að vanda, skipaði pabba sínum fram og til baka og naut athyglinnar í botn LoL  Í gær fór ég svo ásamt Steingrími í afmæli hjá Dodda, syni Kristínar Önnu vinkonu, sem varð tveggja ára þann 11. september.  Dodda þótti nóg um öll lætin í afmælinu, heimtaði bara jarðarber og vildi fá lestina sem skreytti afmæliskökuna.  Það urðu svo mikil vonbrigði þegar hann fékk hana í hendurnar og hún var ekkert skemmtileg.  Seinna í veislunni var hann kominn í betra skap og sýndi mér allt dótið í herberginu sínu Smile  Alger megamús.  Í dag fór ég svo í afmæli hjá guðdóttur minni, henni Eyrúnu dóttur Sifjar vinkonu. sætar systur hjálpast að við pakkana Hún varð þriggja ára þann 16. september.  Við Steingrímur mættum hress á staðinn og nutum góðra veitinga.  Allt var fullt af litlum börnum og afmælisbarnið þeyttist fram og til baka með gjafirnar, sem fyrir einhverja furðulega tilviljun virtust allar vera bleikar Tounge  Það var reyndar svo gaman að Steingrímur ætlaði ekki að vilja fara úr partíinu.  Varð að lokum að draga hann út!  Verð að segja það, barnaafmæli eru skemmtileg, þarf samt að fara að gera eitthvað með fullorðnum líka !


Dásamlegt matarboð

Harpa og Sif í stuðiBloggleti hefur verið að hrjá mína að undanförnu.  Best er að rjúfa þögnina með því að segja frá dásamlegu matarboði sem ég fór í á föstudaginn hjá Ágústu vinkonu.  Allt gengið mætti; ég, Sif, Gunna, Harpa, Sonja, Ella og auðvitað Ágústa sjálf Smile   Ágústa var með raclette grill og við steiktum kjúklingakjöt og borðuðum með grilluðuVið Ella :) grænmeti og sósum.  Algert sælgæti!  Vín var haft um hönd og stemningin frábær.  Mikið var spjallað og gamlar minningar rifjaðar upp.  Ágústa dró meðal annars upp gömul myndaalbúm og við skemmtum okkur konunglega við að skoða fatatískuna Við Gunna á góðri stundog hárgreiðslur frá því í "gamla daga".  Ágústa fór svo alveg fram úr sjálfri sér með því að bera á borð æðislega franska súkkulaðiköku og berjamarenstertu.  Ég borðaði svo mikiðÁgústa, hinn frábæri gestgjafi :) að ég var hreinlega að springa.  Þvílík sæla!  Þetta var frábær kvöldstund og húsfrú Ágústa fær mínar bestu þakkir fyrir gott boð.  Hlakka til næst þegar hópurinn hittist Smile

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband