Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Gleðifrétt

Í fyrradag fæddist Helgu vinkonu og Halldóri hennar lítill drengur, 16,5 merkur og 53 cm.  TIL HAMINGJU MEÐ DRENGINN ELSKURNAR MÍNAR SmileSmileSmile

 


Jarðskjálfti gefur gott fótanudd

Ég sat við tölvuna í vinnunni þegar skjálftinn reið yfir í dag.  Ég var á sokkaleistunum og allt í einu finn ég mikinn titring undir fótunum.  Eftir að hafa notið nuddsins í nokkur augnablik spratt ég á fætur og tók í súluna sem er við hliðina á borðinu mínu.  Sú skalf og nötraði á meðan 7 hæða húsið dansaði glaðlega.  Að skjálfta loknum hoppuðu allir um í adrenalín sjokki, talandi hver ofan í annan og hringjandi út um allt.  Ég spáði því strax að þetta væri skjálfti upp á 6,4 á Richter og ætti upptök sín í Ölfusi.  Var ekki fjarri lagi Smile   Karlarnir sem vinna að byggingu stóra turnsins við hliðina á voru svo stálheppnir að vera í kaffi þegar ósköpin dundu yfir, það hefði ekki verið gaman að vera á vinnupöllunum þá!  Eftir að fyrsti æsingurinn fór að rjátlast af manni áttaði ég mig á því að Sonja og Ingibjörg vinkonur mínar búa á Selfossi.  Ég bjallaði í hvelli og náði í Sonju sem til allrar lukku var heil á húfi ásamt fjölskyldunni.  Einhverjar skemmdir urðu á innanstokksmunum en mikilvægara er að fólkið sé í heilu lagi.  Ég náði ekki í Ingibjörgu en sá að hún hafði bloggað eftir atburðinn svo staðfest er að hún er líka hólpin.  Þetta er furðuleg lífsreynsla að lenda í svona skjálfta, þessir kraftar eru eitthvað svo ótrúlega magnaðir.  Að hús geti sveiflast og götur gengið í bylgjum!  Hér í borginni sluppum við vel en hugurinn er hjá þeim sem verst fóru út úr þessu.  Vonandi fær fólkið nægar bætur og aðstoð.  Og vonandi kemur ekki annar stór skellur!

Frode Overli klikkar ekki :)

grín


Gæs næs !

Miss Hillbilly Alabama 2008 fær smokkablöðrurÍ gær gæsuðum við Cindy vinkonu en hún er að fara að Sölukonan á flugi :)gifta sig í USA í júní.   Þetta var alveg ofboðslega gaman og ekki bar á öðru en að fórnarlambið skemmti sér konunglega.  Við sömdum við Villa, verðandi eiginmanninn um að koma með dömuna í Kringluna kl. 3 fyrir framan Skífuna en þar ætluðum við að stela henni frá honum.  Röð atvika varð til þess að við misstum af henni í fyrstu umferð en við náðum að finna þau í Hagkaup og grípa fórnarlambið.  Fyrst áttaði hún sig ekki á því hvað var að gerast en Taugaveikluð í Fluggörðumþegar við vorum búnar að hengja á hana borðann með áletruninni: "Miss Hillbilly Alabama 2008" og réttum henni Hressar í fótabaði :Dsmokka fyllta með helíum sem hún átti að selja fór nú að renna upp fyrir henni ljós.  Nema hvað, af stað fór hún og reyndi að selja kringlugestum smokkablöðrurnar góðu.  Fólk brosti en var ekki til í að kaupa í fyrstu, en Cindy var líka alltof dugleg við að svífa á barnafólk svona í fyrstu umferð.  En henni tókst loks að selja alla smokkana, þar af voru tveir keyptir af miðaldra konum !  Vel af sér vikið, ef Cindy vill einhvern tímann hætta í kennarastarfinu er greinilegt að sölumennska er eitthvað sem hún er góð í.  Eftir smokkasöluna fórum við með hana í bílinn og sögðumst vera að fara með hana í Hvítir sexý leggir :Daðlögun..... Við stoppuðum svo við Hallgrímskirkju og fórum með hana upp í turninn.  Sögðum aðlögunina vera fólgna í því að venjast því að sjá borgina ofan frá... Cindy var nú farin að svitna.  Næst keyrðum við út í Fluggarða og stilltum okkur upp við hliðið Næs gæs !þar.  Cindy var orðin alvarlega hrædd um að fallhlífarstökk væri næst á dagskrá.  Við vorum hinsvegar að stríða henni og ætluðum að hætta þarna við hliðið en þá kom maður og hleypti okkur skælbrosandi inn á svæðið.  Það er nefnilega afar algengt að gæsa/steggjahópar komi þarna fyrir alls kyns grín.  Þegar við komum inn á svæðið var Cindy æ stressaðari með hverri sekúndu.  Við ljósmynduðum hana við eina flugvél og hættum svo að kvelja hana.  Það var afar fegin kona sem labbaði með okkur tilbaka í bílinn LoL   Næst var farið út í Gróttu en þar er steinn í fjörunni sem búið er að hola að innan og í rennur heitt vatn.  Þar fórum við í fótabað og skemmtum okkur konunglega.  Afar þægilegt og huggulegt.  Þá var haldið í Kópavoginn og farið í lasertag.  Þvílíkur æsingur sem greip okkur !!  Maður verður svo trylltur í þessu og verður afar blóðþyrstur.  Það voru því heitar og sveittar stelpur sem komu þar út.  Loks var farið heim til mín og þar eldaði Kristín vinkona dásamlegar lambalundir með sætum kartöflum og salati.  Eftirrétturinn var súkkulaðibúðingur a la Nigella með jarðarberjum og rjóma.  ÆÐISLEGT !! Kristín er snilldarkokkur Tounge  Svo var horft á Eurovision og spjallað og hlegið.  Okkar takmark var að Ísland yrði ofar en geimveran frá Svíþjóð og til allrar lukku tókst það.  Gæsin var orðin ansi hress af rósavíninu þegar hún hélt heim en var afar ánægð með daginn.  Það vorum við hinar líka.  Næs að vera gæs :)

Búdapest var æði :)

Stuð á neðanjarðarlestarstöðJæja, loksins kominn tími á blogg !!  Við DónáFerðin til Búdapest var alveg frábær.  Sex hressar píur saman að borða góðan mat, drekka bjór, versla og skoða.  Veðrið var bara dásamlegt, sól og 22-25 stiga hiti. Ég náði að sjá fullt af hlutum sem ég sá ekki í fyrri ferðinni til borgarinnar i október.  Fór einnig í tvö baðhús og fékk nudd.  Það var sérstök upplifun að fara í baðhúsin, sérstaklega það seinna, enda aðeins öðruvísi en að fara í laugarnar.  Hvað varðar það seinna var hreinlætisstandardinn ekki alveg sá sami og hér heima...  Við skoðuðum margt og mikið, m.a. stórmerkilegt hellasjúkrahús sem haldið var leyndu áratugum saman.  Það var ansi spes að sjá þá aðstöðu, en Stelpurnar á Palinka festivalþví var breytt í kjarnorkubyrgi fyrir toppa í kommúnistaflokknum á tímum Hellasjúkrahúsiðkalda stríðsins.  Við skelltum okkur í siglingu á Dóná og fórum líka til smábæjarins Szentendre.  Ég naut ferðarinnar alveg í botn og hef sjaldan borðað jafn mikið á stuttum tíma.  Og ungverski maturinn er dásamlegur.  Læt nokkrar myndir fylgja þessari færslu sem sýna stemninguna :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband