Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Mála mála mála !

MalningÉg er á fullu að mála nýju íbúðina og hef því ekkert haft tíma til að blogga.  Ef einhver er fullur löngurnar til að mála þá er hann velkominn í Skipholt 51.  Nóg er af verkefnum !

Ættarmót á Vopnafirði

Síðustu helgi skellti ég mér þvert yfir landið á ættarmót á Vopnafirði.  Saman voru komnir afkomendur Páls afa míns og eiginkvenna hans tveggja, Svövu (ömmu minnar) og Sigríðar.  Þessi ætt er í daglegu tali nefnd Rebbar, eftir bænum Refstað þar sem Páll og konur bjuggu lengst af og börnin þeirra ólust upp.  Eins og alltaf þegar þessi frábæra ætt kemur saman var alveg ofsalega gaman LoL   Við fengum góðan mat og skemmtum okkur konunglega, m.a. við að segja vandræðalegar sögur af sjálfum okkur.  Vart þarf að taka fram að ég átti fínar sögur að segja, enda með banka af slíkum sögum til að gleðja fólk með.  Þetta var vel þess virði að ferðast yfir sex hundruð kílómetra til að taka þátt í - Rebbarnir eru hreinlega bestir. 

Búin að fá íbúðina !!

Skipholtið !Jæja !!  Í dag fékk ég lyklana að íbúðinni.  Maður varla trúir þessu, þegar þetta loksins gerðist gerðist það svo hratt.  Skoðaði íbúðina 12. júlí, tilboð 13. júlí sem var tekið þann dag.  Síðan kaupsamningur í gær og afhending í dag !!  Nú er bara að setja allt í gang og mála, mála, mála !  Ég vil flytja inn asap.  Ef einhver er að deyja úr löngun til að sveifla málningarpensli er sá hinn sami velkominn um helgina LoL   Er í skýjunum yfir þessu !

Ný íbúð og meistarabarn!

Jæja, þar kom að því.  Ég er búin að finna íbúð !!  Kauptilboðinu mínu var tekið svo nú er það bara að fá lánin í gegn og þá er ég ekki lengur homeless person !!! Húrra LoL   Nýja heimilisfangið er s.s. Skipholt 51, munið það.  Fleira góðar fréttir: Hilda Margrét keppti á Meistaramóti Íslands fyrir 12-14 ára og vann meistaratitilinn í 14 ára flokki bæði í hástökki og kúluvarpi.  Frábær árangur ! LoL   Og loks var Lóa vinkona mín að eignast lítinn strák, óska henni og fjölskyldunni innilega til hamingju með litla herrann !  Þetta eru sannarlega góðir dagar núna Wizard

Myndir frá Japan á hinu blogginu mínu

Gengur erfiðlega að setja inn myndir á þetta blogg, af einhverri ástæðu sem ég skil ekki.  Hef því sett slatta inn á ensku síðuna mína, sem þið finnið hér.

 


Myndir !!!

Lizzie, Gunnella og Hilda á hótelinu í HakuneVið Hilda að biðjast fyrir í hofi


Komin heim !! Was big in Japan (í orðanna fyllstu)

Jæja, þá erum við komnar heim, jet-lagged en sælar eftir frábæra ferð.  Þúsund þakkir til okkar frábæru gestgjafa, þeirra Gunnellu og Halldórs.  Takk elskunar, þið eruð best !! Þetta var ógleymanleg ferð.  Við dunduðum okkur við ýmislegt síðustu dagana.  Skoðuðum keisaragarðana, fórum á japanska hátíð og brugðum okkur til Hakone, sem er bær ca. 70 km frá Tokyo.  Þar ferðuðumst við í fjöllunum með lest og kláfi. Skoðuðum þar hverasvæði og borðuðum svört egg sem soðin voru í hverum.  Svo fórum við í siglingu á Lake Asha á flottu sjóræningjaskipi.  COOL ! Við dvöldum á hóteli og um kvöldið fórum við í hefðbundið baðhús.  Böðin eru kynjaskipt og í þeim er hveravatn.   Vatnið var að vísu mjööög heitt en þaðvar gott að slaka á í hitanum.  Við klæddumst japönskum sumarbúningi, yukatan, eftir baðið.  Kvöldmaturinn á hótelinu var hefðbundinn japanskur matur, m.a. krabbaklær, ostrur og hrár fiskur.  Mmmmm, æðislegur matur.  Þvílík ævintýr.  En nú er hversdagsleikinn tekinn við, vinnan byrjuð á ný og ég sakna Japans !!  Einn dag mun ég koma aftur !

Tokyo Tower og karaoke !

Jæja.  Í dag fórum við til Asakusa og sáum flotta búddistahofið þar með fimm hæða pagóðu.  Svo fórum við í Tokyo tower, sem er rauður og hvítur Eiffel turn !!!  Hann er 333 m hár en við fórum hæst upp í 250 m hæð. Coolness !!  Sáum vel yfir borgina þrátt fyrir hitamistur.  Svo skelltum við okkur í karaoke í kvöld.  Hilda passaði börnin en ég, Gunnella og Halldór og JP og Lizzie vinir þeirra fórum og sungum frá okkur allt vit.  Weee !! Mín útgáfa af Behind blue eyes sendi hroll niður bakið á öllum viðstöddum....  Verð að prófa þetta aftur !!! Mega gaman !  Enda í rétta landinu fyrir þetta !  Jæja, farin að lúra, sayonara !

Ghibli safnið rúlar !

Fórum á Ghibli safnið í dag.  Það er safn um teiknimyndir, sérstaklega Tottoro og nokkrar aðrar japanskar teiknimyndir.  Oh my, var alveg frábært.  Mjög flottir sýningagripir og skemmtilegt hús líka.  Erum búnar að ferðast um þvera og endilanga Tokyo, fórum í gær í Akihabara sem er tæknihverfið.  Þangað koma uppfinningamenn og sækja sér rafeindadót og þar er hægt að kaupa allskyns raftæki, myndavélar og annað á þrælgóðu verði.  Sumt að vísu með japönsku stýrikerfi...  En þetta er upplifun að sjá þetta allt !  Harðir diskar sem eru ekki lengur taldir í gígabætum og alls kyns tæki sem enginn kannast við hér.  Stuuð !  Á morgun förum við til Asakusa og skoðum gamalt hof, kíkjum sennilega líka á keisaragarðana.  Party on!

Harajuku og hof

Í gær skelltum við okkur til Harajuku og sáum hinar frægu Harajuku stúlkur í fullum skrúða.  Það var sko sjón að sjá !!  Við fengum leyfi til að taka myndir af nokkrum þeirra og ég laumaðist til að taka myndir af nokkrum öðrum.  Við fórum líka í stóran garð þarna við hliðina á og heimsóttum fallegt hof.  Við drukkum blessað vatn og köstuðum peningi, klöppuðum og hneigðum okkur fyrir framan hofið.  Það var mjög gaman að skoða í búðirnar þarna í kringum Harajuku, mjööög sérstakur fatastíll !  Fórum svo út að borða á frábæran veitingastað þar sem við keyptum fjölda smárétta sem allir gátu fengið smakk af.  MMmmm, og stóra könnu af bjór með.  Eini skugginn á þessu er að ég er búin að vera dálítið lasin undanfarna 2 daga, en er öll að hressast.  Btw, síminn minn virkar ekki í Japan svo að ekki er hægt að senda mér sms.  Því verður einhver að senda mér skilaboð inn á þessa síðu þegar Kristín Lóa eignast barnið !


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband