Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2007

Peningaţvćtti í Álakvísl

vaskemaskin !Á sunnudaginn smellti ég úlpunni minni í ţvott.  Ţađ hefđi sjálfsagt ekki veriđ í frásögur fćrandi nema vegna ţess ađ ég gleymdi einu litlu smáatriđi.  Sem var ađ fjarlćgja veskiđ mitt úr innanávasanum áđur en úlpan fór í vélina.  Mistökin uppgötvađi ég mér til skelfingar ţegar ég tók úlpuna út úr vélinni og fann fyrir kunnuglegri bungu ţar sem vasinn er.  Veskiđ var ekki upp á marga fiska í útliti eftir ţetta en ţađ var mesta furđa hvađ innihaldiđ hélt sér vel.  Sundkortin og afsláttarkortin mín voru ađ vísu nokkuđ sjúskuđ, nótan sem ég tók fyrir bensíni daginn áđur var í hvađ verstu ástandi. Ein tölvuprentuđ mynd af barni var ónýt.  Stóra spurningin var - virka debet og kreditkortin ?????  Stund sannleikans rann upp í gćr. Ég lét renna kreditkortinu í gegn til ađ greiđa fyrir nýtt veski. Viti menn !!  Ţađ virkađi !  Sama gerđi debetkortiđ sem ég prófađi skömmu seinna.  Afleiđingar veskisţvottsins voru ţví ekki svo slćmar og ég á nú hreinustu kort Íslands, amk um stund.  Hef hinsvegar ákveđiđ ađ halda mig á beinu brautinni hér eftir og stunda ekki frekara peningaţvćtti.


Katta(f/h)ár

Runólfur og ég ađ horfa á sjónvarpipđRunólfur, annar minna lođnu sambýlinga af kattarkyni, er farinn ađ verđa ansi uppáţrengjandi.  Hann stekkur gjarnan upp í rúm til mín eldsnemma morguns og malar eins og steypuhrćrivél.  Ekki nóg međ ţađ, hann tređur sér upp á bringuna á mér og nuddar sér upp viđ andlitiđ.  Hann er farinn ađ gera slíkt hiđ sama ţegar ég sit og horfi á sjónvarpiđ.  Blessađur kötturinn virđist ekki gera sér grein fyrir ţví ađ hann er ekki gegnsćr.  Mjög erfitt er ađ vera í tölvunni, horfa á sjónvarp og lesa međ ţegar köttur hylur andlitiđ á ţér.  Hann liggur núna malandi viđ hliđina á mér, eftir ađ ég henti honum 3x ofan af tölvunni og úr andlitinu á mér.  Hef samt á tilfinningunni ađ um leiđ og tölvan er komin í töskuna verđi ég fyrir árás á ný.  Var ég búin ađ minnast á ađ hann er ađ fara úr hárum ?  Atsjú !!!


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband