Katta(f/h)ár

Runólfur og ég að horfa á sjónvarpipðRunólfur, annar minna loðnu sambýlinga af kattarkyni, er farinn að verða ansi uppáþrengjandi.  Hann stekkur gjarnan upp í rúm til mín eldsnemma morguns og malar eins og steypuhrærivél.  Ekki nóg með það, hann treður sér upp á bringuna á mér og nuddar sér upp við andlitið.  Hann er farinn að gera slíkt hið sama þegar ég sit og horfi á sjónvarpið.  Blessaður kötturinn virðist ekki gera sér grein fyrir því að hann er ekki gegnsær.  Mjög erfitt er að vera í tölvunni, horfa á sjónvarp og lesa með þegar köttur hylur andlitið á þér.  Hann liggur núna malandi við hliðina á mér, eftir að ég henti honum 3x ofan af tölvunni og úr andlitinu á mér.  Hef samt á tilfinningunni að um leið og tölvan er komin í töskuna verði ég fyrir árás á ný.  Var ég búin að minnast á að hann er að fara úr hárum ?  Atsjú !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þið eruð nú ógeðslega kósí og sæt svona saman.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.4.2007 kl. 09:34

2 identicon

Atsjú! er allt og sumt sem ég hef um málið að segja... :O)

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband