Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Árshátíð á morgun !

Á morgun er árshátíð Umhverfissviðs haldin á Broadway.  Þar mun diskóið ríða rækjum og verða mikið stuð.  Ég fæ lánaðan galakjólinn hennar Helenar systur og mun rokka feitt.  Verst að það eru engir girnilegir einhleypir karlmenn þarna FootinMouth  Hvað um það, það verður happdrætti með nokkrum flottum vinningum, ég er að vona að númerið mitt verði dregið.  Miðað við mína heppni er það ekki sérlega líklegt, en maður getur alltaf vonað, eh ?  Best að fara að lúra fljótlega svo ég verði sæt og úthvíld á morgun.  Sexy beast, that's me (tralala....)!

 

 


Svava goes to Bollywood - enn og aftur !

Svava does Súðavík - the film

Svava goes to Bollywood

Jæja, ég hef farið að dæmi bloggvina og gert stutta Bollywood kvikmynd.  Njótið heil !!!

 Bollywood mynd Svövu


Steingrímur tók sex skref !!!!!!!!!!!

LoL Í dag tók elsku litla músin mín hann Steingrímur sex skref án stuðnings á leikskólanum !!!! JÁ !!!  Hann er byrjaður að labba sjálfur !!! LoL   Þetta er ótrúlega mikilvægt skref fyrir þennan unga pilt og boðar gott fyrir framtíðina.  Auðvitað grunaði mann að það kæmi að þessu, hann var orðinn svo öruggur að ganga með manni með bara einni hendi en samt - þetta er svo frábært og gaman að þetta skuli hafa gerst !!! Grin   Þegar um er að ræða strák sem þarf að glíma við þær takmarkanir sem Steingrímur þarf að gera þá er þetta ekki bara sex skref - þetta eru skref með sjö mílna skóm !!!   Nú er hann þriggja og hálfs - ég spái því að hann labbi um allt í fjögurra ára afmælinu Wizard   Til lukku mar07 194duglega litla mús !!!  Ég er heppin að vera stuðningsmamman þín Heart

Wilson Muuga - vinsæll ferðamannastaður

Wilson MuugaÍ dag ákváðum við systur að vera ferlega hallærislegar og skella okkur að skoða Wilson Muuga þar sem það kúrir í fjörunni hjá Stafnesi.  Ég og Steinka vorum voða fyndnar á leiðinni að skipinu - sungum Wilson Muuga, þarftu að kúka, þessu fer að ljúka, ég þarf að rjúka.  Við hlógum eins og vitleysingar að eigin fyndni, en dóttir mín sat í aftursætinu með hundinum, þar ríkti þögn. Við töldum víst að við værum þær einu sem hefðum fengið þessa hugmynd á annan í páskum í frekar köldu og hráslagalegu veðri.  Okkur skjátlaðist þar.  Þegar við beygðum inn Stafnesveg fannst okkur vera óvenju mikil umferð.  Vorum að leiða getur að því að fólk væri á leið í fermingarveislur eða eitthvað í þeim dúr.  Þegar við nálguðumst Wilson Muuga sáum við hvers kyns var.  Fjöldi bíla hafði lagt við veginn Hilda og Freyja kúraniður að fjörunni og hópur manna var að skoða skipið.  Það að skoða Wilson Muuga var greinilega the hottest thing ever. Við skelltum okkur að sjálfsögðu með hinum túristunum niður í fjöru og kíktum á skipið.  Frekar sérstakt að sjá það standa þarna, vísandi beint inn að landi.  Við stauluðumst svo aftur inn í bíl og keyrðum á brott, stæðið okkar var fljótt tekið af öðrum bíl.  Kannski að suðurnesjamenn ættu að gerast sniðugir og fara að selja pylsur og kók þarna.  Líka lítil minjagripaskip, sum kannski standandi í plastsjó með olíuflekk í kring.  Þetta er heitur ferðamannastaður, best að græða á þessu meðan hægt er LoL  

Fagrir frændur

Glöggir lesendur hafa án efa tekið eftir því að ég hef aftur fengið snert af "Séð og heyrt" heilkenninu.  Það lýsir sér í því að allar fyrirsagnir eru tveggja orða og byrja á sama staf.  Varð bara að birta hérna myndir af sætustu frændum í heimi en ég var svo stálheppin að eyða kvöldinu með þeim.  Rúsínur !

ÓliSteinar


Himnesk humarsúpa

Hilda og Steinka týna kuðungaVið Hilda skelltum okkur enn og aftur í göngutúr með þeim Steinku og Freyju.  Að þessu sinni fórum við í fjöruna við Stokkseyri, með stuttu stoppi í fjörunni við Ölfusárósinn.  Freyja var fjörug að vanda og velti sér upp úr ógeðslegum þanghrúgum, eiganda hennar til gleði og ánægju.  Við týndum allar marglitar þangdoppur og fallega fjörusteina sem nóg var af í þessari frábæru fjöru.  Þegar við vorum búnar að fá nóg af útiverunni fórum við á veitingarhúsið Fjöruborðið og fengum okkur þeirra rómuðu humarsúpu.  Mmmmm, hún er svo góð !  Við fengum ábót og ég verð að játa að ég át gersamlega á mig gat.  Um kvöldið var svo hryggur í matinn hjá mömmu svo ég sé fram á að þurfa að liggja á meltunni næstu 10 daga til að jafna mig eftir daginn.  Gleðilega páska allir saman, mínir hafa verið afar gleðilegir svo ég sofna södd og sæl. 

Góðar gönguferðir

Freyja bíður æst eftir að leita að HilduUndanfarna tvo daga hef ég skellt mér í gönguferðir með dóttur minni, Steinku systur og hundinum Freyju.  Veðrið hefur verið frábært, svalt end sólríkt.  Freyja lék á alls oddi oSteinka og Hilda í Flekkuvíkg skemmti sér konunglega í feluleik með dóttur minni.  Svo skemmtilegur var feluleikurinn að ókunnugur hundur skellti sér með í leikinn.  Á skírdag fórum við hringinn í kringum Hvaleyrarvatn en á föstudaginn langa fórum við í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd.  Á seinni staðnum sáum við flotta steina sem sjórinn hafði svorfið yfirborðið á í skemmtileg mynstur.  Þetta voru frábærar ferðir og hressandi jafnvel fyrir fótafúnu mig. 

Flottur steinn í fjörunni í Flekkuvík


Kanínurækt

Kanínuplanta :-)Þegar búið er að sá kanínufræjunum þarf að vökva vel og gæta þess að næg sól skíni á pottinn.  Þegar kanínan er komin upp þarf að vökva sjaldnar en gefa salat, þurrmat og gulrætur.  Kanínan sér um að framleiða eigin lífrænan áburð svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því.  Fullþroska kanínan stekkur sjálf úr pottinum.

Ferðalagafíkillinn fær sér næsta skammt

budapestJæja, þá er ég búin að festa mér ferð til Búdapest 12.-16. október.  Við Júlíana munum skella okkur þangað saman og mála borgina rauða.  Ég verð að fara að horfast í augu við fíkn mína, standa upp fyrir framan hópinn og segja upphátt: Ég heiti Svava og ég er ferðafíkill (TA - travelholics anonymous fundur).  Ég hugsa stanslaust um að komast í góða ferð og reyni að leyfa mér það eins oft og unnt er. Japan fyrst, svo Búdapest... og mögulega ferð til Brüssel með vinnunni LoL   Það væri ekki svo slæmur ársskammtur.  Fleiri ferðir væru vel þegnar - ef einhverjum langar að gefa mér eina ferð er ég alltaf til í tuskið. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband