Fló á skinni :)

Fló á skinniÍ gærkvöldi fórum við Hilda að sjá Fló á skinni eftir George Feydeau í Borgarleikhúsinu.  Við vorum svo heppnar að fá sæti á fremsta bekk og hlakkaði báðum til að prófa að vera alveg upp við sviðið.  Ég var að vísu að spauga með það í vinnunni að best væri að taka með sér hlífðarfatnað þar sem leikararnir myndu hreinlega frussa á okkur þegar við værum svona nálægt þeim.  Viti menn, það fór einmitt svo að einn leikari frussaði á okkur LoL  Í einni senunni frussað hann vatni sem hann var að drekka af þvílíkum krafti að það ringdi yfir okkur Hildu.  Bara upplifun, híhí.  Það er skemmst frá því að segja að leikritið var bráðskemmtilegt og ég hló mikið og hátt (allt of hátt að mati dóttur minnar).  Ég mæli hiklaust með því að skella sér á sýninguna, það verður enginn svikinn af því.  Það er líka alltaf einhver sérstök stemning sem fylgir því að fara í leikhús þó svo að nokkuð sé farið af hátíðleikanum sem áður var.  Frábært kvöld, við mæðgur fórum ánægðar heim í skini friðarsúlunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband