Myndir frá hlédraginu í Skálholti

Vala, Rob og VilliOddi sem var með mér á hlédraginu var að senda okkur Í eldhúsinuhópnum myndir sem teknar voru á hlédraginu í Skálholti.  Ég var með myndavélina en gleymdi henni hreinlega, svo það var gott að einhver annar sá um myndatökurnar !  Svona aðeins til að segja nánar frá hlédraginu þá skiptumst við á að sjá um matinn og uppvaskið og var oft mikið fjör í eldhúsinu.  Við hugleiddum í hlýlegum sal þar sem búið var að dreifa dýnum og púðum á gólfið.  Fólk kom sér svo fyrir í stellingu sem því hentaði.  Sumir sátu á stólum, aðrir á dýnunum eða púðum.  Ég kom mér fyrir á púða upp við ofninn, fékk þá bakstuðning og hita til að mýkja auma vöðva.  Fremst í salnum sátu svo þau sem stýrðu hugleiðslunni, þau Vala og Villi og einnig Rob þegar hann var að kenna.  Myndirnar fengu mig til að vilja fara Ég og Weilin í hugleiðslusalnumþangað aftur !  Stefnan er tekin á hlédrag í Skotlandi í vor, spennó spennó! En hér eru 3 myndir frá þessari frábæru viku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að ykkur hefur liðið mjög vel.

Hefði haft svo gott af því sjálf að vera með ykkur.

Kveðja

Kristín Lóa

Kristín Lóa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband