Himnesk humarsúpa

Hilda og Steinka týna kuðungaVið Hilda skelltum okkur enn og aftur í göngutúr með þeim Steinku og Freyju.  Að þessu sinni fórum við í fjöruna við Stokkseyri, með stuttu stoppi í fjörunni við Ölfusárósinn.  Freyja var fjörug að vanda og velti sér upp úr ógeðslegum þanghrúgum, eiganda hennar til gleði og ánægju.  Við týndum allar marglitar þangdoppur og fallega fjörusteina sem nóg var af í þessari frábæru fjöru.  Þegar við vorum búnar að fá nóg af útiverunni fórum við á veitingarhúsið Fjöruborðið og fengum okkur þeirra rómuðu humarsúpu.  Mmmmm, hún er svo góð !  Við fengum ábót og ég verð að játa að ég át gersamlega á mig gat.  Um kvöldið var svo hryggur í matinn hjá mömmu svo ég sé fram á að þurfa að liggja á meltunni næstu 10 daga til að jafna mig eftir daginn.  Gleðilega páska allir saman, mínir hafa verið afar gleðilegir svo ég sofna södd og sæl. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband