Bafta verðlaunin afhent með pompi og pragt

Ég var að horfa á Bafta verðlaunaafhendinguna áðan og skemmti mér ágætlega.  Það er allt annar andi yfir þessum verðlaunum, meiri stíll og fágun en á Óskarsverðlaunahátíðinni.  Brandararnir eru fyndnari hjá kynnunum, sumir virðast meira að segja vera að spinna það upp sem þeir segja á staðnum.  Þakkaræðurnar eru styttri, ekki eins tilfinningalega ofhlaðnar og á Óskarnum og ég varð ekki vör við nein tár.  Helen Mirren var drotting kvöldsins og vann verðlaunin fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Queen.  Kynnirinn sagði fyrr um kvöldið að Helen Mirren hefði tekist hið ómöglega: að gera Elísabetu drottningu að sexý konu LoL .  Það eina sem pirraði mig var íslenski þulurinn.  Hann var hundleiðinlegur og greinilega ekkert sérlega góður í ensku.  T.d. þegar hann var að bera fram nafn leikstjórans Martin Scorsese, þá hljómaði það svona: Martin Skor se se.  Ííík.  Hann talaði um besta leikara/leikkonu í "stoðhlutverki", hingað til hefur þetta verið kallað í "aukahlutverki".  Bein þýðing á best supporting actor/actress.  Þessum þulum er alltaf  troðið inn til að lýsa svona hátíðum en eru alger óþarfi að mínum dómi.  Þeir skemma bara fyrir manni þegar maður er að reyna að hlusta á það sem fólkið er að segja.  Hefði t.d. ekki viljað missa af Ricky Gervaise þegar hann afhenti ein verðlaunin.  Sá maður er verulega fyndinn Smile .  Verð að sjá The Queen, hún var valin besta myndin.  Langar líka að sjá The last king of Scotland, sem fjallar um Idi Amin.  Verst hvað er orðið dýrt í bíó.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Mæli með the Queen!

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 12.2.2007 kl. 05:21

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

The Queen er frábær mynd, sá hana á DVD um daginn!

Sá annars staðar í bloggheimum pirring út í Bafta-kynninn íslenska ... vonandi les hann þetta og tekur til sín. Ég horfði ekki og pirraðist því ekki út í hann!

Guðríður Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Næyuð mi... Þetta fremsta var skrifað áður en ég áttaði mig á að fingrasetningin á lyklaborðinu varð vitlaus. Mig langar ógeðslega að sjá The Queen, Notes on a Scandal og The Last King of Scotland. Ég verð að fara á vídeóleigu og taka The Queen og vakta svo bíóin til að sjá hvenær hinar koma.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.2.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband