Sumarbústaðardvöl í Svignaskarði

Sætir í berjamóÞann 14.-20. ágúst var ég í sumarbústað í Svignaskarði.  Mamma var með mér allan tímann en Hilda frá föstudegi til sunnudags og Svanhildur, Ragnar og strákarnir gistu laugardagsnóttina.  Magga, Helen, Atli og Arna Rún komu Litla mýslansvo í heimsókn á þriðjudeginum.  Dvölin var sérstaklega ljúf og margt var brallað.  Við fórum á sunnudeginum með Steinku systur upp að bænum Hvassafelli þar sem Árný vinkona hennar býr.  Þar fórum við í berjamó og þar var sko gnótt berja !!  Veðrið var yndislegt og allir skemmtu sér við að moka upp berjunum.  Árný bauð okkur svo í kaffi á eftir og var það afar gott og skemmtilegt.  Litlu drengirnir þeir Óli og Steinar voru í góðu stuði, Óla fannst berin bara Arna sæta að koma úr pottinummátulega spennandi en Steinar var orðinn vel berjablár enda líkaði honum krækiberin vel.  Þegar Magga og þau komu á þriðjudaginn fórum við í pottinn og fannst Örnu Rún það algert æði.  Við grilluðum lambalæri og spiluðum Scrabble, hvað annað?  Á miðvikudeginum brugðum við mamma okkur í heimsókn til Svövu frænku í veiðihúsið sem hún vinnur í rétt hjá Búðardal.  Það var gaman að hitta hana og spjalla Smile  Á fimmtudeginum skruppum við að skoða Ullarsmiðjuna á Hvanneyri.  Notuðum tækifærið og skoðuðum gamlan skrúðgarð, kirkjuna og kirkjugarðinn.  Síðan í eftirmiðdaginn Gluggi kirkjunnar á Hvanneyridrápum við mamma okkur næstum á því að týna bláber en krökkt var af þeim í kringum bústaðinn.  Þar sem við erum hvorug okkar góð í skrokknum og kalt var úti voru það stirðar mæðgur sem stauluðust aftur inn í bústað.  Enda fórum við í heita pottinn til að mýkja okkur á eftir LoL   Skemmtilegt atvik átti sér stað eitt kvöldið.  Mamma kallaði á mig og sagði að mús væri fyrir utan.  Ég flýtti mér út og sá litla mús uppi á grein rétt við pallinn. Við mamma töluðum saman um leið og við horfðum á hana en hún hreyfði sig ekki.  Ég náði þá í myndavélina og tók myndir og færði mig alltaf nær og nær.  Mýsla haggaðist ekki, var komin undir greinina og var að borða strá.  Lét ekki einhverja manneskju trufla sig.  Ég var komin alveg rétt að henni þegar hún loksins ákvað að nóg væri komið og stökk í burtu.  Gaman fyrir dýrasjúklinginn !  Við komum svo heim á föstudegi, sælar eftir góða viku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband