Árið 2007 er á enda - GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!

Jæja, enn eitt árið á enda !!!  Tíminn flýgur og eins og alltaf er maður steinhissa á því að aftur séu komin áramót.  Það er við hæfi að líta um öxl og hlaupa í stuttu máli yfir helstu atburði ársins.

Húsnæðismál:  Íbúðin í Möðrufellinu var sett á sölu í október 2006 en þrátt fyrir augljósa kosti (ég hafði búið í henni m.a.) var enginn að sýna henni áhuga.  Var þetta farið að valda mér nokkru hugarangri þar til í febrúar er loks komu nokkrar sálir að skoða.  Tilboð barst og lendingu var náð í marsbyrjun, mér til mikillar gleði.  Íbúðina keypti rússneskur eisti og litháísk koHilda með Runólfi kisa í Álakvíslinni í maína hans til að nota fyrir verkamenn hjá verktakafyrirtæki hans.  Næstu mánuði á eftir bárust mér fregnir af þeim mönnum frá örvæntingarfullum fyrrum nágrönnum.  Ótrúlegt en satt, allir söknuðu mín enda pissaði ég ekki í stigann, slóst ekki á bílaplaninu né hélt hávær partí langt fram á nótt.  Þar sem ég var nú heimilislaus gripu örlögin í taumana og sendu Helen systur til Spánar í fjóra mánuði og vantaði þá pössun fyrir heimili hennar.  Þar kom ég mér fyrir með manni og mús(um) og dvaldi í góðu yfirlæti með tveimur akfeitum dekurköttum.  Eftir langa og stranga leit á hinum afar óspennandi fasteignamarkaði í Reykjavík datt ég niður á fína íbúð á fyrstu hæð í Skipholti.  Við mæðgur fluttum þar inn í ágúst og erum hæstánægðar með lífið.  Þetta eru kunnuglegar slóðir, æskuheimilið var í næstu blokk við !  Þeir sem ekki eru búinir að koma og heimsækja okkur þarna ættu endilega að skella sér hingað á nýju ári.

Ferming:  Hilda Margrét fermdist í mars með pompi og pragt.  Hún fékk fallega fermingargreiðslu hjá Fermingarbarnið í kyrtlinumSillu vinkonu (á Hárbeitt í Hafnarfirði, mæli eindregið með henni) og skrýddist fallegum svörtum kjól með hvítum ermum við.  Veislan var haldin í Skútunni í Hafnarfirði og var þar boðið upp á góðan mat og allir skemmtu sér vel.  Hvaðan barnið fékk kristilegt hugarfar sitt veit ég ekki, amk ekki frá foreldrunum...

Ferðalög:  Hápunktur ársins var ferð okkar mæðgna til Japan.  Gunnella vinkona og fjölskylda hennar búa í Tokyo og buðu okkur að dvelja hjá sér.  Betri gestgjafa er ekki hægt að hugsa sér og gerðu þau allt til að gera ferðina sem ánægjulegasta.  Við skoðuðum margt og mikið í þessari stóru glæsilegu borg, m.a. Tokyo Tower (stærsti stálturn í heimi!), hof í Asakusa (magnað!), Ghibli safnið (geggjað), Akihabara tæknihverfið (upplifun!) og garðana við keisarahöllina (frábært!).  Ógleymanleg ferð og stórkostleg upplifun.  Við mæðgur brugðum okkur einnig báðar til Brussel, ég í september og hún í nóvember. Við hofið í Asakusa Ég var þar í fræðsluferð með heilbrigðisfulltrúum en hún að heimsækja frænku sína.  Okkur fannst báðum borgin flott og súkkulaðið gott!  Við Júlíana vinkona fórum svo til Búdapest í október og skemmtum okkur konunglega.  Gengum fæturnar upp að hnjám í skoðunarferðum um borgina og átum á okkur gat af góðum mat.  Falleg borg sem óhætt er að mæla með.  Innanlands ferðuðumst við aðeins í sumar, fórum í sumarbústað við Hreðavatn í ágúst.  Við skoðuðum fallega náttúru Borgarfjarðar og tókum einn hring um Snæfellsnesið.  Á svæðinu var krökkt af bláberjum og tíndum við í okkur hrúgurnar af berjum.  Ljúf afslöppunarferð með reglulegri dvöl í heita pottinum.

Ættarmót:  Í júlí var haldið ættarmót Rebbanna (fjölskylda móður minnar) á Vopnafirði.  Eins og Guðni fyrrum ráðherra hefði sagt: Þar sem rebbar koma saman, þar er gaman.   Og gaman var það, systkinin sem eru höfuð Virðulegir rebbar á ættarmótiættarinnar léku á als oddi og yngra fólkið var að venju í stuði.  Þetta var frábært mót og þakka ég skipuleggjendunum sérstaklega fyrir vel unnin störf.

Slys ársins: Aldrei þessu vant braut ég ekki bein á árinu.  Hilda var ekki jafn heppin og náði að tábrjóta sig í haust.  Var hún frá æfingum vegna þessa í heilan mánuð og átti erfitt með gang fyrst um sinn.  Ég vona að þetta sé ekki byrjunin á löngum brotaferli..  Helen systir vildi komast í klúbbinn og braut 3 rifbein í árslok.  Hún kemur því sterk inn og stefnir án efa á formannssætið.

Fjölskylduviðbót:  Í september fæddist Atla syni Helenar lítil dóttir sem skírð var Arna Rún.  Nýtur hún þegar mikilla vinsælda hjá fjölskyldunni og slegist er um hana í hvert sinn sem hún mætir í Arna hjá Möggufjölskylduboð.  Ég hlakka til að sjá meira af þessum sæta fjölskyldumeðlim á nýju ári.

Í heildina litið var árið gott fyrir okkur mæðgur og göngum við til móts við 2008 með bros á vör.  Sjáumst hress á nýju ári !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er aldrei alveg tíðindalaust í lífi manns. Megi árið 2008 verða ykkur mæðgum gjöfult og gott.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband