Skemmtileg Akureyrarferð

Óli skoðar sel við SelasetriðSíðastliðinn mánudag fór ég í ferð til Akureyrar með mömmu, Hildu, Svanhildi systur og allri hennar fjölskyldu auk Stulla, kærastans hennar Guðlaugar.  Á leiðinni norðurHilda við Hvítserk skelltum við okkur til Hvammstanga og skoðuðum Selasetrið.  Þá ákváðum við í kjölfarið að keyra um Vatnsnesið og fara á þekkta selaskoðunarstaði.  Við sáum seli bæði við Svalbarð og Illugastaði, en enga við Hvítserk, sem var þriðji staðurinn sem sérmerktur var sem góður til selaskoðunar.  Hvítserkur var flottur að vanda, við nenntum þó ekki að klöngrast niður í fjöruna til að skoða hann betur.  Veðrið var ekkert sérstakt og Mamma á fjórhjólinuþegar við keyrðum að Borgarvirki sem er þarna í nágrenninu var skollin á þoka.  Við Hilda fórum upp í Borgarvirki en ekki sáum við mikið af umhverfinu, rétt grillti í bílana fyrir neðan.  Virkið var flott en án efa skemmtilegraHilda og Óli í garði Jólahússins að koma þarna í betra skyggni.  Næst var svo stoppað hjá Ásu frænku á Geitaskarði í Langadal.  Eins og venjulega var gaman að koma þangað og ekki var verra að Siggi frændi bauð krökkunum upp á að prófa fjórhjól.  Hápunkti náði þó fjörið þegar að mamma, 77 ára gömul, skellti sér upp á hjólið og ók eins og herforingi um túnið.  Geri aðrir betur Smile   Við komum svo til Akureyrar um Kojuslysið miklamiðnættið og fórum í íbúðina okkar í Hrísalundi.  Við dvöldum svo á Akureyri fram á föstudag og nutum lífsins í indælis veðri.  Hitinn var venjulega á bilinu 17-20 stig.  Við skoðuðum listasýningar, Jólahúsið og röltum um göngugötuna.  Við Hilda lentum í smá hremmingumHorft að Hraundröngum frá Jónasarlundi með svefnaðstöðuna okkar, kojan sem við sváfum í reyndist vera stórhættuleg.  Ég var í neðri kojunni og botninn féll úr henni strax fyrsta kvöldið.  Ég svaf því bara beint á gólfinu með Hildu fyrir ofan mig.  Þriðja morguninn fór ég óvenjusnemma á fætur og reyndist það mesta happaákvörðun.  Nokkrum mínútum eftir að ég fór fram úr gaf botninn í efri kojunni sig og Hilda húrraði beint niður á svefnplássið mitt!!!  Til allrar lukku meiddi hún sig ekki en ef ég hefði legið þarna ennþá hefði ég án efa orðið að klessu!  Á föstudaginn var svo brunað aftur í bæinn með viðkomu í Jónasarlundi við Hraun í Öxnadal og á Geitaskarði.  Það voru lúnir ferðalangar sem skiluðu sér heim rétt um tíu á föstudagskvöldið, þreyttir en sælir eftir góða dvöl á norðurlandinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband