Gráhegrar, selir og fleira :)

Freyja buslar við StokkseyriHelgin var í alla staði frábær.  Á laugardaginn fór ég með Steinku og Gumma í fuglaskoðun út á Álftanes.  Fyrst sáum við ekki marga fugla en fundum svo tjörn með hávellum, toppöndum, skúföndum, rauðhöfðaöndum, duggöndum og ýmsu fleira.  Þegar við stóðum þarna rétt Annar gráhegrinnvið fjöruna skaust haus upp úr sjónum.  Þar var kominn forvitinn selur að kíkja á okkur.  Freyja var steinhissa á þessu, sérstaklega þegar selurinn lét sig hverfa undir yfirborðið, erfitt fyrir hund að skilja Tounge   Eftir að hafa synt um nokkra stund barði selurinn sporðinum niður og stökk svo alveg upp úr vatninu í flottum boga eins og höfrungur!  Ég hef aldrei séð sel gera þetta fyrr !  Mjööög gaman, þarf vart að taka fram.  Laugardagskvöldinu eyddi ég svo í spilamennsku með Júllu vinkonu og fékk þar dásamlega skyrtertu.  Mmmmmmmm Grin   Á sunnudeginum skelli ég mér aftur með þeim hjónum í fuglaskoðun og í þetta sinn fórum við á Suðurlandið.  Fórum í fjöruna við Stokkseyri og sáum þar Vorið að koma í fjörunafeita seli í sólbaði og flottar toppendur.  Allsstaðar á svæðinu voru álftir á tjörnum og lækjum, gæsir voru einnig áberandi á túnum og í móum.  Á Soginu við Þrastalund sáum við svo straumendur sem reyndar flúðu fljótt en gaman að hafa náð að sjá þær.  Á bakaleiðinni ákváðum við að fara aðeins upp að Elliðavatni.  Fyrst sáum við lítið af fugli en síðan beindi ég kíkinum á einn tanga sem stóð út í vatnið.  Þar stóð eitt stykki gráhegri!!!  Við urðum öll feikiglöð að sjá þennan flækingsfugl og reyndum að komast nær.  Við Gummi óðum út í mýri í von um að ná mynd af honum.  Meðan við vorum að vaða í blautri mýrinni kom annar hegri fljúgandi og lenti skammt frá hinum!!  Bara frábært !! Við komumst það nálægt að ég gat séð þá mjög vel í kíkinum.  Því miður er myndavélin mín ekki sérlega góð í að taka svona fjarlægðarmyndir svo ég fékk aðeins afar grófkornóttar myndir en samt er hægt að greina að þetta er hegri LoL   Þvílík sæluhelgi fyrir fuglanörd !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband