Ný viðbót við dýragarðinn

LoðmundurJæja, þar kom að því.  Það var að bætast í dýragarðinn minn.  Enn og aftur.  Það vill svo til að á netinu er síða sem heitir dyrahjalp.org.  Þar er að finna upplýsingar um dýr sem vantar nýtt heimili og sjálfboðaliðar miðla málum til að gera það mögulegt.  Þessa síðu heimsæki ég reglulega til að kvelja mig, því auðvitað langar mig í öll dýrin á síðunni.  Ég hef samt náð að hemja mig... þar til núna.  Loðhömstrum vantaði nýtt heimili og ég bauð mig fram...og á nú hvítan loðhamstur sem varð fyrir einelti frá bróður og er feginn að vera kominn í frið og ró.  Hér með fylgir mynd af Loðmundi, eins og hann heitir núna Tounge  Lofa að bæta ekki meiru við straaax...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hæ Loddi bróðir! Alveg er hann æðislegur.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.2.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

æji litla loðinbarðakrúttið - hlakka til að sjá hann í eigin persónu næst þegar ég kem að spihihihila...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 28.2.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband