Annáll ársins 2008

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur aftur.  Árið 2008 var fínt ár þrátt fyrir hrun þjóðarbúsins og slík smáatriði.  Hér er árið í stórum dráttum:

Ferðalög:  Ég sló öll met í ferðalögum á þessu ári, fór fimm sinnum til útlanda og er það persónulegt Úr fornborginni Efesus í Tyrklandimet.  Fyrsta ferðin var til Amsterdam í mars, fór á ráðstefnu um hávaðamál fyrir vinnuna.  Það var afar gaman að fá tækifæri til að skoða Amsterdam sem er skemmtileg borg með fallegum gömlum byggingum.  Næsta ferð var til Búdapest með vinkvennahópnum, áttum reyndar fyrst að fara til Vilnius en þeirri ferð var aflýst og fengum við þessa sem uppbót.  Vart þarf að taka fram að ferðin var frábær og við skemmtum okkur konunglega.  Fórum í baðhús, skoðuðum borgina og sigldum á Dóná.  Borðuðum góðan mat og versluðum.  Ekki leiðinlegt!  Næsta utanlandsferð var frekar óvænt.  Ég fór til Kaupmannahafnar í júní í atvinnuviðtal.  Því miður fékk ég ekki starfið en ferðin var greidd fyrir mig með dagpeningum og alles svo ég fékk þrjá skemmtilega daga í minni gömlu heimaborg sem ég eyddi í skemmtun með vinum mínum.  Í júlí var svo komið að aðalferð ársins en þá fórum við Hilda til Marmaris í Tyrklandi með Svanhildi og hennar fjölskyldu.  Þetta var yndisleg ferð í alla staði.  Við upplifðum líka nokkur ævintýr þarna, jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter við Rhodos Bostonhristi hótelið okkar duglega einn morguninn og í ferð um Gökövaflóa lenti ég í því að selur hoppaði upp á bakið á mér þegar við stoppuðum við eina baðströndina!  Við Hilda prófuðum líka köfun í fyrsta sinn og eftir byrjunarörðugleika hjá mér var þetta frábærlega gaman.  Ljúf ferð til fallegs lands, langar að fara þarna aftur síðar.  Síðasta utanlandsferð ársins var svo í lok nóvember til Boston með Júllu vinkonu.  Borgin sú er mjög falleg og gaman að skoða, maturinn þar er líka frábær.  Við fengum Thanksgiving máltíð á veitingastað og skemmtilega skoðunarferð um borgina, hvoru tveggja innifalið í ferðina.  Við skruppum og skoðuðum nornabæinn Salem á eigin vegum.  Frábær ferð en betra hefði verið að dollarinn hefði ekki verið í sögulegu hámarki á meðan við vorum þarna..  Hildan mín var líka á faraldsfæti í ár, auk Tyrklandsferðarinnar fór hún til Svíþjóðar og keppti í frjálsum og lauk árinu með skíðaferð til Frakklands með pabba sínum.  Ég ferðaðist líka aðeins innanlands, fór með Jakob vin minn í skoðunarferðir um suður- og vesturland og skrapp í barnsráns ferð með Gunnellu vinkonu til Snæfellsness.  Hugsa nú að 2009 verði minna um ferðalög..

Fjölskyldan og heimilið:  Enn bættist í dýrahópinn minn á árinu.  Dvergfroskurinn Daníel og bardagafiskurinn Baldur slógust í hópinn svo nú eru 6 gæludýr á heimilinu.  Eitt stykki engispretta kom örsnöggt inn í líf okkar en hvarf fljótt á braut á ný.  Aðalævintýrið á heimilinu var samt endurnýjun baðherbergisins.  Ekkert olli jafn miklu hugarangri, stressi og veseni fyrir húsfreyjuna í Skipholti 51.  Um miðjan júní var keypt inn það sem þurfti af tækjum inn á Hilda í fjörunni við Þorlákshöfnbaðherbergið en leitin af flísunum reyndist verða löng og ströng.  Loks dugði það að taka Sif vinkonu með í leiðangur og eins og svo oft áður fann ég það sem ég leitaði að.  Nóvember og desember fóru svo í vinnuna og eftir blóð, svita, ryk og tár á ég nú flottasta baðherbergi hérna megin Alpafjalla.  Eina sem eftir er að finna er baðskápur en hann finn ég örugglega á nýja árinu :)  Einkadóttirin heldur áfram að standa sig vel í skólanum og íþróttum, hóf nú í haust nám í 10. bekk og er í fjarnámi í ensku á framhaldsskólastigi.  Hún vinnur með skólanum á Subway í Kringlunni, farið þangað til að fá góða þjónustu.  Af öðrum fjölskyldumeðlimum er allt gott að frétta.

Óhöpp:  Auðvitað var árið ekki óhappalaust, ég verandi ég og allt saman.  Nokkrar tréplötur fóru að fjúka um á bílastæðinu fyrir utan vinnuna og að sjálfsögðu rispaðist bílinn minn í þeim atgangi.  Ekki var langt liðið frá því að ég fékk það tjón viðgert þegar ungur drengur renndi sér aftan á bílinn þegar ég var að keyra í Mosfellsbænum.  Blessaður bíllinn fór í klessu að aftan en ég mætti galvösk með hann á sama réttingaverkstæði og áður og fékk hann fínan tilbaka.  Ekki var raunum bílsins lokið þar sem þakið var rispað í bílageymslunni í vinnunni.  Það fékkst ekki bætt vegna stæla í tryggingafélaginu, grrr.  Hvað um það, ég er amk í heilu lagi þrátt fyrir þessi óhöpp en það er nú fyrir öllu.

Vinir og vinna:  Mikil frjósemi var hjá spilaklúbbnum á þessu ári.  Þrír meðlimir af sex fjölguðu sér ogBumbubúinn kominn! var afraksturinn tveir drengir og ein stúlka, gullfalleg öll sömul.  Ekki dró þetta nú úr spilagleði klúbbsins sem heldur ótrauður áfram og hefur nú eignast nýtt uppáhaldsspil, Bohnanza, þó svo að Carcassone sé spilað reglulega.  Ég vinn enn við það sama en vinnustaðurinn breytti bæði um nafn og heimilisfang á árinu.  Ég vinn nú fyrir Umhverfis- og samgöngusvið og er það til húsa í Höfðatorgi, Borgartúni 12-14.  Flutningurinn í það hús og allt sem á eftir fylgdi er efni í heila bók.  Kínversku lyfturnar sem virka bara endrum og eins, undarlega rafkerfið og umhverfisstjórnunarkerfið sem annað hvort steikir okkur eða frystir.. bara stuuuð!  Við höfum nú lifað af heilt ár í húsinu svo þetta hlýtur nú að verða fínt á nýja árinu. 

Já, almennt var þetta fínt ár og ég ætla bara að mæta 2009 með bjartsýni.  Takk fyrir samfylgdina 2008 !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband