Hernaðaraðgerð baðherbergi - á síðustu metrunum!! Grænt ljós á notkun :D

Baðið, sturtan og Ikea sturtuhengiðJÁ JÁ JÁ!!  Það er komið að þessu !  Iðnaðarmennirnir eru búnir með allt sitt, ég er komin með sturtu sem virkar og vask, málaða veggi, Klósettið, vaskurinn og skápurinnflísar og upphengt klósett.  EINTÓM SÆLA!!  Það eina sem út af stendur er að velja spegil, ljós og baðskáp.  Held ég sé búin að finna fínt ljós í IKEA, hitt finn ég örugglega á næstu dögum.  Ég get ekki lýst því hvað ég er fegin að þetta skuli vera að verða búið, og að ég geti loksins þrifið íbúðina.  Er búin að ryksuga og þrífa einu sinni yfir allt, samt er gólfið enn loðið af ryki.  Þetta tekst fyrir jól, ég lofa því !  Þegar það síðasta verður komið inn ætla ég að flytja inn á bað og vera þar næstu mánuði.  Víí, ég elska baðherbergið mitt LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt!

 Ég get ekki beðið eftir að dumpa einhverju þarna.....

Kristín Anna (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Hnuss !  Fólk þarf nú að greiða fyrir aðgang að svona flottu baðherbergi !  NO DUMPING !

Svava S. Steinars, 17.12.2008 kl. 15:28

3 identicon

Hvernig er það, á ekki eftir að þakka einhverjum eitthvað opinberlega fyrir sinn þátt í þessu baðherbergi. Maður þekki mann o.s.f.v

Pétur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Jú elsku snúllinn minn, þú mátt sko koma frítt inn á baðherbergið   Þúsund þakkir fyrir hjálpina

Svava S. Steinars, 17.12.2008 kl. 15:51

5 identicon

Glaesilegt. :) Madur verdur nuna ad koma i heimsokn til thin BARA til ad fara a klosettid. ;)

knus

Huld

Huld (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:10

6 identicon

Sérlegir innanhúshönnuðir fá líka fría klósettgistingu ;-)

Sif (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband