Ekkert fimmtudagsgrín :(

Fimmtudagar eru uppáhalds sjónvarpskvöldin okkar Hildu.  Family Guy, 30 Rock og House sjá okkur fyrir 2 tíma stanslausri skemmtun.  Hilda var í klippingu og við flýttum okkur heim til að missa ekki af fjörinu - og fengum bara stillimynd á skjáinn.  ARRRGHH!  Ég skrifaði mig strax á listann á skjárinn.is þegar ég frétti af honum, þá voru aðeins 3000 skráðir.  Nú eru tæplega 50.000 búnir að skrá sig.  Mér finnst að RUV eigi að sjá sóma sinn í að svara kalli þjóðarinnar og hætta að undirbjóða einkastöðvarnar og draga sig út af auglýsingamarkaðinum.  Á þessum tímum á ríkið að styðja við atvinnulífið !  Ekki það, við Hilda lifum þetta nú af, fórum bara á netið og horfðum á South Park.  Við styðjum samt Skjá einn :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband