Heima á ný eftir frábæra ferð

Tyrklandsferðin er nú á enda og við Hilda komnar heim á klakann.  Þetta var frábær ferð í alla staði Ég að synda í Eyjahafinuog full af ævintýrum.  Marmaris er afar snyrtilegur og huggulegur ferðamannastaður og mæli ég hiklaust með honum.  Tyrkir veita góða þjónustu, elda góðan mat og tala allir ensku.  Hótelið okkar var mjög fínt og var ekkert sem varpaði skugga á dvölina þar.  Eins og fyrr var sagt frá hitti ég sel í Gökova flóa, eftir googleleit tel ég nú víst að um selinn Badem sé að ræða sem oft heimsækir ferðamenn og leikur við þá eftir að hafa vanist mönnum þegar henni var bjargað frá dauða sem kópur.  Badem er munkaselur en þeir eru í útrýmingarhættu í Miðjarðarhafi og Eyjahafi.  Svo var það jarðskjálftinn góði, það var nú upplifun!  Manni stóð ekki alveg á sama þar sem maður treystir kannski ekki byggingum í Tyrklandi eins vel og hér á landi.  Skjálftinn var álíka sterkur í Marmaris og síðasti Suðurlandsskjálfti var hér í Reykjavík.  Bara gaman svona eftir á !  Ég fór með Guðlaugu og Hildu í 2 daga skoðunarferð til fornborgarinnar Efesus og náttúruundursins Pamukkale.  Það var afar gaman að skoða Efesus sem er ótrúlega vel varðveitt.  Aðeins er búið að grafa upp um 35% af svæðinu svoMósaík önd á götu í Efesus fleiri hlutir bíða uppgötvunar.  Þarna var m.a. að sjá 45 þúsund manna leikhús, mósaíkgötu, bókasafn og leifar vændishúss.  Í vændishúsinu mátti sjá ælubrunn þar sem rómverskir svallarar fóru til að kasta upp svo hægt væri að halda áfram að troða sig út af mat og víni!  Sama dag fórum við einnig og skoðuðum hús þar sem María mey á að hafa eytt sínum síðustu dögum.  Hmmm, hef mínar efasemdir... En hvað um það, gaman að kíkja á þetta og við Hilda drukkum úr helgum lindum sem þarna eru og verðum því hér eftir heilbrigðar, hamingjusamar og á framabraut Wink   Daginn eftir skoðuðum við Pamukkale eða Bómullarfjallið.  Það er heil fjallshlíð sem er þakin kalkútfellingum en kalkið kemur úr heitu jarðvatni sem kemur upp frá 600 m dýpi og flæðir þarna yfir.  Staðurinn er á heimsminjaskrá og var gætt af vörðum sem flautuðu reiðilega á fólk ef það fór inn á bannsvæði.  Allir urðu að vera berfættir inni á svæðinu til að vernda hinn einstaka hvíta lit.  Þetta var dásamlega Hilda í Pamukkalefallegt, leit út eins og bómull eða snjór.  Hefði ekki vilja missa af því að sjá þetta.  Við skoðuðum líka fornborgina Hierapolis sem er fyrir ofan Pamukkale.  Í þessari tveggja daga ferð keyrðum við 784 km !  Við vorum því þreyttar þegar við komum aftur til Marmaris.  Við Hilda skelltum okkur svo í köfun daginn áður en við fórum heim.  Það var frábært - eftir að ég komst yfir ofsahræðslu sem greip mig í byrjun!  Hilda kafaði eins og herforingi en lenti í því að vera bitin af múrenu !  Það var æðislegt að sjá fiska í öllumAlmenningssalerni í Efesus regnbogans litum, risakuðung, svampa, burstaorma skríðandi á steinum og allskyns smákvikindi.  Á eftir að prófa þetta aftur !!  En allt gaman tekur enda og við komum heim á miðnætti þann 22.  Sælar eftir góða ferð en það er nú alltaf Óli og Ninni í Gökovasiglingugott að koma heim aftur.  Sakna samt Efes Pilsen vinar míns....Skál!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Pamukkale er frábær staður. Var þarna vorið 1990 og féll í stafi, og leirinn.

Flott ferðasaga hjá þér, nú langar mig aftur. 

Arnar Pálsson, 31.7.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband