Leitin að brimkatlinum - æsispennandi saga

Steinka, Gummi og Freyja í katlaleitÍ dag fór ég í frábæra ferð út á Reykjanes með Steinku systur og Gumma mági.  Hundurinn Freyja var að sjálfsögðu með í för.  Markmið ferðarinnar var að finna brimketil sem skv. korti nokkru í eigu systur minnar átti að vera í nágrenni Grindavíkur, við Staðarberg.  Kortið var ekkert allt of nákvæmt en sýndi fallega og lokkandi teikningu af katlinum. Svo í fyrstu umferð var stoppað við einhverja fiskeldisstöð og töltum þar niður í fjöru.  Við skoðuðum umhverfið og komumst að því að sennilega værum við á villigötum.  Enginn brimketill í nánd.  Við héldum því til baka í bílinn og keyrðum svolítið lengra.  Við ákváðum að stoppa á stað sem leit líklega út.  Fjaran þar var afar falleg, með sérstökum hraunmyndunum og með mörgum gjám og sprungum sem sjórinn hefur grafið inn í ströndina.  Þetta virtist afar líklegur staður fyrir brimketil.  Við gengum fyrst suður með og klöngruðumst yfir stórgrýti en sáum engan brimketil.  Ströndin var engu að síður stórfengleg og ekki eftirsjá að því að hafa skoðað hana.  Við gengum því til baka norður eftir og ákváðum að gera Brimketillinn góðilokatilraun til að finna ketilinn í nálægri klettavík.  Þegar upp á klettana var komið rak Gummi augun í göngustíg lengra norður með ströndinni og á eitthvað sem líktist skilti við upphaf hans.  Við ákváðum að stefna þangað og fylgdum stígnum.  Viti menn, eftir stutta leit fundum við brimketilinn góða og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að ljúka.  Sæl og ánægð gengum við eftir stígnum að veginum.  Við komum að skiltastaurnum og lásum það sem þar stóð, útskornum flúruðum stöfum: BRIMKETILL.  Hefðum við aðeins keyrt í eina mínútu í viðbót hefðum við getað gengið stutta þægilega leið að katlinum, í stað þess að ganga í stórgrýttri urð og leggja líf og leggi í stórhættu.Gunnuhver í stuði  Við systur vorum dálítið kindarlegar yfir þessu.  Vorum að hugsa um að rífa skiltið upp og henda því.  Notuðum það þess í stað sem stuðning meðan við teygðum á sárum vöðvum.  Við renndum svo yfir að Reykjanesvita og löbbuðum að Gunnuhver. Hverinn er búinn að stækka allverulega og er búinn að rjúfa veginn.  Einn í hópnum kom út úr þeim túr með skítugar loppur.. Við héldum svo heim ánægð og glöð eftir góðan dag.  Næst munum við þó leggja upp með betra kort í farteskinu Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband