Tölva dauðans

Fyrir rúmum tveimur vikum keypti ég mér nýja tölvu.  Var rosa glöð, tölvan fín og flott og allt það.  Aðeins eitt vandamál.  Þegar hún fór á standby þá sýndi hún alltaf villuskjá þegar ég kveikti aftur.  Hmm.  Ég fór aftur með hana í búðina og þar var mér sagt að þetta væri bara galli í Windows Vista, ekkert mál, yrði lagað í næsta service pakka.  Ég fór aftur heim með tölvuna, en daginn eftir fór að heyrast í henni undarlegt hljóð.  Lágt en síendurtekið, ekki eðlilegt.  Svo ég fór með hana aftur.  Í þetta sinn héldu þeir tölvunni í fimm daga.  Sögðu hana virka fínt, ekkert hljóð og búnir að uppfæra Vista, allt í gúddí.  Ég sótti hana því kát og glöð í dag.  Kveikti á henni í kvöld, eftir 20 mínútur fór hljóðið góða að heyrast aftur, bara aðeins öðruvísi.  Hmmm, hugsa ég, þeir voru s.s. bara full of bullshit. Nema hvað, þá slekkur tölvan einfaldlega á sér.  Ég reyni að endurræsa hana, við mér blasir villugluggi.  Svo slekkur hún á sér aftur.  Ég reyni að ræsa aftur, aftur slekkur hún.  Svo að á morgun ætla ég mér að labba niður í Tölvutek og henda henni í hausinn á þeim.  Virkar fullkomlega segja þeir - best að þeir leiki sér þá að henni.  Ég er kannski ljóshærð en það er ekki hægt að sannfæra mig um að þessi tölva sé í lagi!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

tölvur eru skelfing - mín er hálfsárs en farin að stríða mér lyklaborðið en engin óhljóð sem heyrast í henni nema ég panti þau

Rebbý, 8.2.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Um þetta leiti árs árið 2001 keypti ég mér fartölvu fyrir skólann.

Núna ligg ég uppi í rúmi með þessa sömu tölvu og pikka þessa athugasemd á hana! Þetta er iBook frá Apple og það hefur aldrei neitt klikkað í henni. Ég legg til að þú losir þig undan því endalausa ergelsi sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur windows stýrikerfa og pc-véla og fáir þér tölvu sem lætur þér líða vel.

Fáðu þér makka 

Haraldur Rafn Ingvason, 8.2.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Apple er málið er með þær 4 í kringum mig og þær klikka ekki

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 22:19

4 identicon

Iss.. þetta hefur ekkert með PC tölvur að gera ;)   Sjálfur nota ég pésa en kem ekki nálægt windows.

Windows er höfuðverkurinn en ekki vélbúnaðurinn.   Hægt væri að laga megnið af þessum málum hennar með því einu að henda út bansettu Vista stýrikerfislíkinu og setja gamla XP inn í staðinn.

Nú, eða fara alla leið og vera algerlega problem/vírus/spyware/trjojan free og setja á hana Linux ;)

Rikki (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband