Ljúfur labbitúr

jan08 003Á sunnudaginn brá ég mér með Steinku systur og tíkinni Freyju í göngutúr við Rauðavatn.  Þótt það væri kalt úti var frekar stillt og okkur systrum hlýnaði fljótt á göngunni.  Freyja æddi út um allt á ógnarhraða, ef ég hlypi svona hratt íklædd pelskápu myndi ég detta niður dauð innan tveggja mínútna.  Freyja blæs ekki einu sinni úr nös þó hún fari margfalda þá vegalengd sem við systur fetuðum.  Það var alveg rosalega gaman ad labba upp á hæðina fyrir ofan vatnið og horfa á birtuna yfir borginni sem var hreinlega ferskjulit.  Mjög sérstakt.  Freyja gerði eina tilraun til að éta hesta og knapa við vatnið en að öðru leyti gekk göngutúrinn snuðrulaust.  Við systur vorum þó aðeins áhyggjufullar þegar við fórum niður bratta brekku.  Stígurinn var þakinn snjó og talsverð hálka.  Í ljósi síbrotasögu minnar fetaði ég afar varlega niður. Steinka gerði slíkt hið sama enda nýbúin að detta í jan08 008hálku.  Hefði engum komið á óvart þó við hefðum rúllað þarna niður Wink   Í lok gönguferðarinnar fengum við skemmtilegan bónus.  Við sáum rjúpu trítlandi eftir ísnum á vatninu.  Rjúpur eru svo sætir fuglar !  Þetta var ákaflega ljúfur göngutúr og ætla ég að skella mér með systur minni aftur sem fyrst.  Veit að Freyja verður til í tuskið !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið lifandis, skelfingar, óskapa, býsn er þetta glæsilegur hundur.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband