Ný húsakynni Umhverfissviðs

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, vinnustaðurinn minn, flutti núna á fimmtudaginn í nýtt hús við Borgartún 10-12.  3. hæðin, okkar hæð, er sú eina sem tilbúin er í húsinu, við erum því alein í því enn sem komið er.  Ekki er búið að klára allt og húsgögnin okkar ekki komin. Fyrstu vikurnar verða því svolítið draslaralegar hjá okkur, fullt af kössum út um allt.  Mér líst vel á nýja húsið og útsýnið hjá okkur í heilbrigðiseftirlitinu er alveg frábært.  Horfum á sundin og Esjuna, auðvelt að gleyma sér við það á fallegum morgni !  Á föstudaginn var haldin pizzu og bjórveisla til að fagna flutningunum.  Við sátum og spjölluðum á stólunum okkar, vorum að hugsa um að fara í stólarallý en það verður að bíða betri tíma LoL  Næstu vikur verða spennandi, eftir því sem fleiri borgarstofnanir flytja inn í húsið verður fjörið meira !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

hættulegt að hafa flott útsýni - man það úr PwC húsinu í Skógarhlíðinni

Rebbý, 13.1.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég held að síbrotakonur ættu að fara varlega í rallíakstur á skrifborðsstólum að minnsta kosti þar sem stigaop eru nálægt.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband