Fetað í fótspor móður sinnar

Oft talar fólk um það með stolti að börnin feti í þeirra fótspor í lífinu.  Það geta líka oft verið gæfuspor fyrir börnin - en ekki alltaf, eins og sannaðist á föstudaginn.  Um eftirmiðdaginn fékk ég hringingu frá dóttur minni sem sagðist hafa tognað á litlu tánni við að húrra niður stigann heima hjá pabba sínum.  Hún var stödd á frjálsíþróttaæfingu en treysti sér ekki til að halda áfram.  Mamman sótti afkvæmið en var frekar efins í því að meiðslin væru alvarleg.  Skoðun á tánni á veitingastað skömmu síðar (afar lystaukandi) varð ekki til að breyta því áliti.  Táin var jú svolítið bústin en leit annars ekki illa út.  Áfram kvartaði afkvæmið samt og hoppaði um allt á einum fæti.  Við brugðum okkur svo í heimsókn eftir kvöldmat og ágerðust þá verkirnir.  Ég ákvað því að kíkja aftur á tánna og þá voru hlutirnir heldur betur breyttir.  Táin var orðin margföld og mikil bólga fyrir neðan hana.  Hún var einnig fallega fjólublá með hvítum blettum.  Full samviskubits yfir fyrri efasemdum um alvarleika málsins brunaði ég með hana á slysadeildina.  Við komumst í forgang þar sem hún flokkast enn sem barn.  Okkur var því vísað inn á barnabiðstofuna þó daman sýndi nú lítinn áhuga á dótinu sem þar bauðst.  Wink   Táin góða var röntgenmynduð og viti menn, hún var brotin !!  Það verður því lítið um æfingar hjá íþróttakonunni minni næstu 3 vikur.  Mér finnst ágætt að hún taki sér mig til fyrirmyndar að mörgu leyti, en alger óþarfi að fara að apa eftir beinbrotunum mínum !!!  Cindy vinkona var í heimsókn og fór með okkur upp á deild.  Hún benti mér á hve grunsamlega þetta leit út - barnið "datt niður stiga".  Alger klisjuafsökun fyrir heimilisofbeldi !! Ef barnaverndarnefnd bankar upp á bendi ég á að "slysið" gerðist hjá pabba hennar Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband