Brussel eftir 2 daga !

Í flotta eldhúsinu hennar ElluJæja, enn ein helgin liðin.  Time really flies when you're having fun Wink   Steingrímur litli var hjá mér um helgina og erum við búin að þvælast saman í flísabúðir og Ikea.  Held það sé að skríða saman allt með þetta blessaða baðherbergi - er að klára að taka ákvarðanir um þetta allt.  Úff !  Svo er bara að fá einhvern til að framkvæma verkið.  Pirringur helgarinnar er tvíþættur - komst að því að ofninn minn virkar ekki (já, húsmóðir dauðans var ekki búin að kveikja á ofninum þessa 2 mánuði síðan hún fékk íbúðina) og númer 2, eldhúskraninn fór að leka aftur !!! ARGH !  Vona að þessu fari nú að ljúka !  Hápunktur helgarinnar var dásamlegt matarboð hjá Ellu vinkonu í Ytri-Njarðvík.  Nýja húsið hennar er glæsilegt og maturinn var æði.  Humarsúpa í forrétt og ofnbakaður kjúklingaréttur í aðalrétt.  Við átum allar yfir okkur og lágum afvelta það sem eftir var kvöldsins. Tounge  Eins og alltaf þegar gengið kemur saman var mikið slúðrað, spjallað og hlegið.  Okkur til undrunar sáum við svo skútu bruna fram hjá í lögreglufylgd eftir Reykjanesbrautinni.  Var þar komin smyglskútan fræga frá Fáskrúðsfirði.  Smá aksjón til að koma meltingunni af stað Smile   Takk fyrir frábært kvöld Ella og Helgi !  En nú eru það 2 vinnudagar sem þarf að þreyja - svo verður brunað út á völl og íhaí !!  Brussel here I come !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun gamli grís.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.9.2007 kl. 11:02

2 identicon

Gaman ad sja mynd af ykkur ollum stelpunum.Glaesilegt husid henanr.  :) Eg bid innilega ad heilsa theim ollum.

Kvedja,

Huld

Huld (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband