Alþjóðaleikar ungmenna - með súludansi und alles

Í dag var ég á opnunarhátíð Alþjóðaleika ungmenna sem haldnir eru í Laugardalnum.  Mín ástkæra dóttir er einn keppenda þannig að stolta mamman var auðvitað mætt til að sjá hana labba inn á völlinn.  Þarna var mikið um dýrðir: bláklæddar stúlkur hengdar upp í rólur, víkingar að berjast, skylmingarmenn, klappstýrur, íslenskir hestar og fólk á stultum.  Það sem vakti þó mesta athygli mína voru tvær súludansmeyjar sem dönsuðu á súlum sitthvoru megin við brautina og mynduðu einskonar hlið sem liðin gengu í gegnum.  Mér fannst þetta vægast sagt ekki viðeigandi á íþróttamóti fyrir 12-15 ára unglinga !  Held að skipuleggjendur hefðu átt að hugsa þetta aðeins betur !  Jújú, súludans er erfiður líkamlega og maður verður að vera í góðu formi, farið að kenna hann sem líkamsrækt og bla bla.  En hann á samt ekki heima á unglingaíþróttamóti, ég fæst ekki til að samþykkja það.  Á morgun keppir Hildan mín, verður gaman að fylgjast með LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Var súludæmið kannski sýningaríþrótt, svona eins og strandblakið á þar síðustu ólympíuleikum???

Haraldur Rafn Ingvason, 22.6.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband