Lama Yeshe Rinpoche á Íslandi

Lama Yeshe RinpocheUm þessar mundir er merkilegur maður, Lama Yeshe Rinpoche, í heimsókn hér á landi.  Hann er ábóti í Kagyu Samye Ling klaustrinu sem er í Eskdalemuir í Skotlandi.  Hann flúði ungur ásamt bróður sínum frá Tíbet og bróðir hans stofnaði klaustrið fyrir 40 árum.  Hann hefur helgað líf sitt því að boða frið og kærleika, óháð trúarbrögðum og litarhætti.  Magnaður karl !  Í gær var hugleiðsla með honum og ég var að sjálfsögðu mætt á staðinn.  Ég sat á mínum venjulega stað sem þýddi að ég sat við hliðina á honum.  Þegar hann var sestur og hugleiðslan byrjuð fór ég að finna fyrir alveg gífurlegum hita.  Það var eins og ég sæti við varðeld.  Mér varð heitt í kinnunum og var eldrauð í framan. Eftir hugleiðsluna spurði ég Völu, kennarann minn, um þetta og sagði hún mér að þetta væri kallaður "hugleiðsluhiti".  Lamann er svo magnaður að hann grillaði mig þarna eins og lamb á teini.  Áður en einhver heldur að ég sé að ímynda mér þetta get ég til allrar lukku sagt að aðrir upplifðu það sama.  Svo ég er ekki klikk Cool   Í dag var hann með fyrirlestur í Norræna húsinu, fyrir fullu húsi.  Það var frábært að hlusta á hann, enda mikil viska sem hann hafði fram að færa.  Hann var líka fyndinn og skemmtilegur.  Á morgun verður svo kærleiksathöfn kl. 4 og svo fæ ég einkaviðtal við hann.  Frábært að hafa fengið að hitta hann, ætla að eyða restinni af kvöldinu í að lesa bók eftir hann. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Loksins alvörusumarylur kominn í kroppinn ...

Guðríður Haraldsdóttir, 15.6.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hefði verið gaman að mæta, verð bara að láta mér Einarsbúð nægja og hlýhug starfsfólksins þar.

Guðríður Haraldsdóttir, 15.6.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband