Góður dagur, með miklum grjótburði :-)

Steinka og Freyja blása úr nösVið Steinka skelltum okkur í göngutúr á eyri inni í Hvalfirði.  Við örkuðum af stað beinar í baki niður brekkuna og fórum svo út á eyrina.  Skömmu síðar vorum við orðnar kengbognar og gengum löturhægt eftir ströndinni, skimandi arnfránum augum eftir fallegum steinum.  Það var heldur enginn skortur af þeim þarna.  Brátt var ég komin með slagsíðu þar sem ég var búin að troða úlpuvasann fullan af grjóti. Alltaf þegar maður hélt að nú væri nóg komið rakst maður á annan stein sem maður bara varð að taka.  Við rétt náðum að lyfta hausnum nógu oft til þess að njóta návistar margæsahópa sem voru að hvíla sig þarna allt um kring.  Freyja var ekki að láta þessa steinatínslu trufla sig við útivistina, hún hljóp fram og til baka alsæl og skellti sér að sjálfsögðu í sjóinn.  Það var líka ansi saltstorkinn feldurinn á henni í lok túrsins.  Við systur gátum varla dregið okkur upp brekkuna aftur, svo þungt var grjótið í vösunum.  Nú veit ég hvernig tilfinning það væri að vera of þung !  Til að toppa góðan dag bauð Steinka mér í mat og ég hámaði í mig gómsætar kjúklingabringur.  Lífið er bara dásamlegt stundum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gasalega er maður smurt þarna á steini. Steinka sat á steini.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.4.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband