Ræs ræs, best að koma sér fram úr

Kúrt með RunólfiÞað er alveg merkilegt hve erfitt er að komast fram úr rúminu um helgar.  Sængin vefur sig utan um mann eins og kyrkislanga og höfuðið sekkur á bólakaf í koddann eins og um kviksyndi væri að ræða.  Með reglulegu millibili vefur kötturinn Rúnólfur sér utan um hausinn á mér og purrar blíðlega.  Það er ómögulegt að fara á fætur við þessar aðstæður.  Í gærkveldi var ég að spila við Júllu vinkonu og vorum við skrautlegar að sjá, geyspandi í kapp við hvor aðra Smile  Við entumst samt til miðnættis með því að neyta koffeins í formi Hraunbita.  Ég man þá tíð þegar föstudagskvöld var aðaldjammkvöldið og maður kenndi engrar þreytu fyrr en undir morgun.  Nú vill maður helst gera eitthvað á laugardagskvöldum eftir að vera búinn að sofa út og safna kröftum.  Svona er aldurinn farinn að segja til sín.  Spurning hvort ég eigi að reyna að komast í íbúðarskoðun í dag.  Skoðaði tvær í gær - hvorug þeirra öskraði: kauptu mig, kauptu mig!  Í annarri beið mín óvænt sjón á baðherberginu - baðkarið var niðurgrafið !!!  Baðbrúnin nam við gólfflötinn, svo maður varð að stíga niður í það - hversu fljót haldið þið að ég yrði að brjóta útlim vð þessar aðstæður ??  Hin var reyndar með fallegar innréttingar en stóra holan í veggnum við eldhúskrókinn (æ, það lekur inn útfrá veggnum þarna, þetta verður lagað fljótlega) og litla skápalausa barnaherbergið með skrítna þríhyrnta útskotinu gerðu útslagið. Er með 2 íbúðir í viðbót á lista sem ég ætla að skoða.  En fyrst ætla ég að kúra aaaaaðeins lengur Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg kiki alltaf reglulega a thig en er ekki nogu dugleg ad kvitta fyrir mig. :) Eg ofunda thig ekki ad vera ad leita ad ibud. Ufff......vinnan!!! Eg er sjalf buin ad vera ad leita ad nyjum bil og mer thykir thad nogu erfitt og ekki er thad i thad halfa og ad leita ad husnaedi. Gangi ther vel og alltaf gaman ad fylgjast med ther a baedi thessari sidu, hinni sidunni og sidunni hans Steingrims. Eg kiki oft og vel a thaer allar. :)

Kaer kvedja,

Huld

Huld (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Komdu á Skagann ... hér eru glæsilegar íbúðir á lægra verði en í bænum og þú getur tekið strætó í vinnuna, sparar þér stórar fjárhæðir og HITTIR MIG OFTAR!!! hehehhe Verst að Tommi er hættur að keyra strætó!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gangi þér vel í fasteignaleitarbransanum. Það er skondinn og skrýtinn bransi og margs að gæta. Einmitt svona setningar, "...verður lagað fljótlega", eru stórhættulegar. Úff, hlakka ekki til í næsta slíka tímabili í lífi mínu!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.4.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband