Confetti er ekki sælgæti

Mogginn var vanur að vanda betur til þýðingarvinnu og prófarkalesturs en hin dagblöðin.  Amk kom mun sjaldnar fyrir að meinlegar villur slæddust inn á síður hans.  Allt er breytingum háð og nú eru svona villur orðnar algengar.  Þessi litla frétt af trúðnum sem barði drenginn hefur gengið á erlendum vefblöðum undanfarna viku.  Í þeim miðlum kemur fram að það sem drengurinn gerði til að ergja trúðinn var að fleygja yfir hann CONFETTI.  Confetti er eins og flestir vita (nema þýðandi mbl.is) marglitar pappírsræmur/snifsi sem kastað er yfir fólk við ýmis tilefni.  Moggaþýðandinn hefur greinilega haldið að þetta væri konfekt, þar af leiðandi segir íslenska fréttin drenginn hafa kastað sælgætisboxi.  Vissulega ekki alvarleg yfirsjón og heimurinn mun vart farast þó að Íslendingar einir viti ekki sannleikann í trúðsmálinu.  Bara merki um að farið er að fórna gæðum fyrir hraðann.  Fréttablaðið og Blaðið eru ennþá verri, en Mogginn þarf að fara að hugsa sinn gang.


mbl.is Trúður sparkaði í 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðastliðin 30 ár hefur Morgunblaðið jafnt og þétt birt kolrangar þýðingar úr dönsku á íslensku svo dæmi séu tekin um þýðingavinnu Morgunblaðsins. Vafasamt er að nota orðalagið "Moggaþýðandinn" þar sem mjög líklega er um að ræða óbreyttan blaðamann sem einnig þýðir greinar úr erlendum málum. Orðalagið kemur óorði á þýðendur og túlka.

Magnús Guðnason

Þýðandi og túlkur í Danmörku

Magnús Guðnason (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Einar Jón

Það er alveg rétt að staðreynda-, málfars- og insláttarvillum á mbl.is hefur fjölgað fáránlega mikið síðustu 1-2 árin. Hengjum samt ekki bakara fyrir snúð, eins og kerlingin sagði:

Ítalska orðið confetto þýðir sælgæti.

Svo gæti blaðamaður hafa "íslenskað" þetta sem konfetti og prófarkarlesari "leiðrétt":  fleygja í hann konfetti -> fleygja í hann konfekti -> sælgætiskassa.

Þriðja skýringin er náttúrulega að blaðamenn séu upp til hópa fífl.

Einar Jón, 25.2.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég elska þyðingarvillur. Þær skemmtilegustu eru auðvitað snillingurinn á Stöð 2 sem var að þýða frétt af atkvæðagreiðslu í breska þinginu. Þar er venjan sú að þeir sem greiða atkvæði með fara til annarrar hliðar salarins og hinir til hinnar. Þingforseti sagði: The ayes to the left and the no's to the right og þetta var þýtt, augun til vinstri og nefin til hægri. Í kvikmyndinni the Muse sagði persónan sem Sharon Stone lék í einu atriðinu: You haven't seen anger until you've seen Seus pissed. Þetta var þýtt: Þú hefur ekki kynnst reiði fyrr en þú hefur séð Seif pissa. Love it.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.2.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband