Árshátíð Umhverfis- og samgöngusviðs 17. apríl

Þann 17. apríl var haldin árshátíð Umhverfis- og samgöngusviðs í Þjóðleikhúskjallaranum.  Þetta varð hið skemmtilegasta kvöld og góð stemning.  Siggi Hall sá um matinn, það var hlaðborð með hinum ýmsu réttum, öllum mjög góðum.  Síðan voru nokkur skemmtiatriði.  Við vorum með myndasýningu frá atburðum á liðnu ári, sýndum myndband við lagið hans Einars Oddssonar vinnufélaga míns (myndbandið getið þið séð hér, frábært lag !).  Síðan var leikritið um Öskubusku, þar sem fólkið í salnum skrifaði setningar fyrir leikritið.  Það var mjög skemmtilegt, sérstaklega gaman hvað það hittust stundum vel á setningarnar miðað við hvað var í gangi í leikritinu.  Loks svar tónlistaratriði þar sem strákur með gítar tók nokkur lög.  Hljómsveitin Hafrót hélt svo uppi stuðinu eftir það.  Upp úr miðnætti fórum við Ólöf vinkona yfir á Celtic Cross og hittum Gunnellu vinkonu sem var þar að fagna afmælinu sínu.  Þar var geðveikt stuð og við djömmuðum til klukkan 4.  Frábær og velheppnuð skemmtun í alla staði ! 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband