Eldfjallaferð hin seinni

Nýja sprungan og mökkurinn blasa við í rökkrinuÁ föstudaginn langa lagði ég í aðra eldfjallaför með Matta, Júlíönu og Mikkel manninum hennar Hafdísar vinkonu.  Farið var á jeppanum þeirra Júllu og Matta og lagt var íMeiri eldur hann eftir mikla yfirlegu yfir veðurspánni kl. 18.  Við brunuðum austur og keyrðum inn Fljótshlíðina og í þetta skipti var bara brunað yfir ánna sem var engin hindrun fyrir Matta og jeppann Wink   Eftir því sem við keyrðum innar fórum við að sjá meira af gosinu.  Nýja sprungan sem opnaðist eftir fyrri heimsókn okkar Júllu reyndist vera á besta útsýnisstað og spúði eldi og brennisteini fyrir hvern sem horfa vildi.  Þar sem farið var að Gosið í myrkrinurökkva nutu eldarnir sín sérstaklega vel.  Þegar nær dró sáum við betur hraunánna sem rann niður í Hvannárgil.  Þetta var alveg stórfenglegt að horfa á.  Þegar við vorum aftur til móts við Húsadal var hægt að sjá líka sletturnar úr hinum gígnum koma upp meðfram nýja fellinu.  Við keyrðum áfram inneftir, Matti í góðu stuði að keyra yfir ár og hossast yfir hindranir.  Við enduðum inni við Einhyrningsfell en þar náðum við að sjá báða hraunstraumana, líka þann sem rennur niður í Hrunagil.  Þarna var orðið alveg dimmt og ofsalega fallegt að sjá appelsínugula, gula og rauða litinu í gosinu.  Við keyrðum til baka sæl og ánægð, frábær lífsreynsla að baki.  Vorum komin í bæinn upp úr miðnættinu og þá var maður orðinn ansi stífur eftir hoss og langa setu í bíl.  Frábær ferð og þúsund þakkir til Júllu og Matta fyrir að taka mig með í þetta ævintýri.  Því miður er myndavélin mín svo léleg að ég tók engar góðar myndir, en fæ seinna myndir frá Matta og Mikkel.  Ýta þarf á myndirna og stækka þær til að sjá betur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband