Steinka systir fimmtug

Gummi á fullu í undirbúningHún Steinka systir varð fimmtug þann 1. október sl.  Til lukku með það enn og aftur kæra systir InLove  Nema hvað,Svanhildur, Rannveig, Magga og Þórir haldið var upp á áfangann með pompi og prakt 24. október og var mikið um dýrðir.  Gummi varð fimmtugur fyrr á árinu og var því veislan einnig síðbúin veisla fyrir hann.  Fjöldinn allur af rebbum mætti og auðvitað var mikið talað Steinka og Doddi á góðri stundog hlegið.  Siggi Geit var langt kominn í að fá mig og Svanhildi yfir í Sjálfstæðisflokkinn  (talaði svo dáleiðandi).  Veitingarnar voru frábærar og nógHulda og Siggi í stuði :) af áfengum veigum í boði, skál í boðinu Smile  Takk fyrir frábært kvöld, Gummi og Steinka Kissing  Hér eru nokkrar myndir úr boðinu.

 


Veikindagemsi en er ekki alveg dauð

Ég nældi mér í pest sem að öllum líkindum var hin víðfræga svínaflensa núna um miðan október.  Veik í viku og hóstaði í aðra viku.  Hélt að þar með að ég væri búin með veikindi ársins 2009.  Onei, svo var ég veik í 2 daga með einhverja bleeeh pest.  En nú er ég vonandi pestarfrí það sem eftir er árs.  Og nenni kannski að blogga af og til Smile


Hugleitt í huggulegheitum :)

Ég og Halldóra hugleiðum


Frábært hugleiðslunámskeið síðustu helgi :)

Séð að vinnustofunni þar sem við hugleiddumSíðustu helgi var ég á hugleiðslunámskeiði.  Það var haldið í húsi Tolla listmálara við Meðalfellsvatn, alveg dásamlegt umhverfi.  Fyrrum búddamunkurinn Choden kom frá SamyeAltarið Ling klaustrinu í Skotlandi og kenndi okkur eitt og annað um mindfulness og hugleiðslu.  Á föstudeginum vorum við reyndar heima hjá Dagmar Völu hugleiðslukennara þar sem brjálað rok stoppaði okkur í að komast upp í Kjós !  Choden er frábær kennari og afar skemmtilegur og indæll maður.  Aðstaðan var frábær, í bjartri og fallegri Yogaæfingarvinnustofu málarans.  Dekrað var við okkur með góðum mat og meðlæti með kaffi milli þess sem við fengum kennslu og hugleiddum.  Án efa hafa nágrannarnir orðið hissa ef þeir hafa séð okkur í gönguhugleiðslu (walkingChoden og kötturinn Kambur meditation), en þar göngum við um steinþegjandi og einbeitum okkur að göngunni, erum eins og uppvakningar á röltinu LoL   Við lærðum margt nytsamlegt auk þess að hlaða batteríin fyrir komandi vikur.  Tókum nokkrar yogaæfingar líka til að hressa okkur eftir seturnar.  Rokið dundi reyndar líka á okkur á laugardaginn og þá sáum við vatnið rjúka upp úr Meðalfellsvatninu og mynda dansandi ský yfir vatnsfletinum, alveg einstakt !  Tvær svanafjölskyldur svömluðu rétt undan landi alla helgina og hjálpuðu til við að skapa góða stemningu.  Skemmtilegt var að heimiliskötturinn Kambur hugleiddi með okkur um helgina, kom og nuddaði sér upp við alla og lagðist svo nálægt kennaranum og naut kennslunnar LoL   Er afar ánægð með þessa frábæru helgi í góðum félagsskap Smile

Haustferð starfsmanna umhverfis- og samgöngusviðs

Ég í rokinu við GrænavatnÁ föstudaginn fórum við starfsmenn hjá USR í Borgartúni í Bjórarnir í Ölvisholtiskemmtilega haustferð.  Farið var fyrst út á Reykjanesið og hverasvæðið við Krýsuvík skoðað.  Næst var farið að Grænavatni og svo keyrt sem leið lá að Ölfusárósum til að skoða brimið.  Veðrið var nú ekki upp á sitt besta enda spáð stormi við suðurströndina, við létum það þó ekki á okkur fá og skoðuðum allt þó svo allir yrði frekar blautir og veðurbarðir við Í bruggverksmiðjunni Ölvisholtiþað.  Hrakningunum var þó lokið á næsta stoppistað, þar Úr fataleiknum góða fórum við inn í bruggverksmiðjuna Ölvisholti.  Þar kynntumst við framleiðslunni á nokkrum eðal íslenskum bjórum; Móra, Freyju, Skjálfta og Lava.  Við fengum að smakka á vegunum og tókst þannig að ná í okkur góðum yl eftir kuldann fyrr um daginn.  Þvínæst var haldið inn á Selfoss á veitingastaðinn Menam og þar var snæddur góður kvöldverður.  Við klykktum svo út með því að fara á Kaffi Krús og fara þar í partíleiki.  Fyrst var farið í Margir fengu skrautleg föt :)hvíslleik og var afar gaman að sjá hvað kom út þegar orðin voru búin að fara heilan hring um borðið LoL   Svo var farið í leik þar sem fólk átti að draga föt úr poka og fara í ef það hitti á að vera með skeið sem gekk hringinn þegar að hljóðmerki var gefið.  Sumir urðu ansi Sumir fíluðu fötin vel :)skrautlegir í þessum leik.  Við héldum svo í bæinn rétt fyrir ellefu, þreytt og sæl eftir góðan dag.  Birti hér með nokkrar myndir úr þessari frábæru ferð.

Sætu frændurnir :)

Skrapp aðeins í heimsókn til Svanhildar systur í dag.  Óli og Steinar voru í stuði eins og venjulega Óli að sprellaog tóku vel á móti mér og Steingrími.  Þeir bræður voru aðSætu prakkararnir búa til risahring úr litlum plaskubbum og voru stoltir yfir árangrinum.  Óli deildi með okkur nokkrum vel völdum prumpubröndurum en svo fóru þeir að horfa á barnaefnið og sátu sætir og rólegir í sófanum þegar ég fór.  Þar sem alltof langt er liðið Horft á barnaefniðsíðan ég birti myndir af þeim eru hér nokkrar til að gleðja augað :)

Afmæli, afmæli, ennþá fleiri afmæli :)

Doddi afmælisdrengurFélagslíf mitt þessa dagana virðist einskorðast við það að mæta í barnaafmæli.  Þann 5. september átti Arna Rún, dóttir Atla frænda míns, afmæli og boðið var til veislu hjá Helen systur. Daman varð tveggja ára. Afmælisbarnið var í banastuði að vanda, skipaði pabba sínum fram og til baka og naut athyglinnar í botn LoL  Í gær fór ég svo ásamt Steingrími í afmæli hjá Dodda, syni Kristínar Önnu vinkonu, sem varð tveggja ára þann 11. september.  Dodda þótti nóg um öll lætin í afmælinu, heimtaði bara jarðarber og vildi fá lestina sem skreytti afmæliskökuna.  Það urðu svo mikil vonbrigði þegar hann fékk hana í hendurnar og hún var ekkert skemmtileg.  Seinna í veislunni var hann kominn í betra skap og sýndi mér allt dótið í herberginu sínu Smile  Alger megamús.  Í dag fór ég svo í afmæli hjá guðdóttur minni, henni Eyrúnu dóttur Sifjar vinkonu. sætar systur hjálpast að við pakkana Hún varð þriggja ára þann 16. september.  Við Steingrímur mættum hress á staðinn og nutum góðra veitinga.  Allt var fullt af litlum börnum og afmælisbarnið þeyttist fram og til baka með gjafirnar, sem fyrir einhverja furðulega tilviljun virtust allar vera bleikar Tounge  Það var reyndar svo gaman að Steingrímur ætlaði ekki að vilja fara úr partíinu.  Varð að lokum að draga hann út!  Verð að segja það, barnaafmæli eru skemmtileg, þarf samt að fara að gera eitthvað með fullorðnum líka !


Dásamlegt matarboð

Harpa og Sif í stuðiBloggleti hefur verið að hrjá mína að undanförnu.  Best er að rjúfa þögnina með því að segja frá dásamlegu matarboði sem ég fór í á föstudaginn hjá Ágústu vinkonu.  Allt gengið mætti; ég, Sif, Gunna, Harpa, Sonja, Ella og auðvitað Ágústa sjálf Smile   Ágústa var með raclette grill og við steiktum kjúklingakjöt og borðuðum með grilluðuVið Ella :) grænmeti og sósum.  Algert sælgæti!  Vín var haft um hönd og stemningin frábær.  Mikið var spjallað og gamlar minningar rifjaðar upp.  Ágústa dró meðal annars upp gömul myndaalbúm og við skemmtum okkur konunglega við að skoða fatatískuna Við Gunna á góðri stundog hárgreiðslur frá því í "gamla daga".  Ágústa fór svo alveg fram úr sjálfri sér með því að bera á borð æðislega franska súkkulaðiköku og berjamarenstertu.  Ég borðaði svo mikiðÁgústa, hinn frábæri gestgjafi :) að ég var hreinlega að springa.  Þvílík sæla!  Þetta var frábær kvöldstund og húsfrú Ágústa fær mínar bestu þakkir fyrir gott boð.  Hlakka til næst þegar hópurinn hittist Smile

Sumarbústaðardvöl í Svignaskarði

Sætir í berjamóÞann 14.-20. ágúst var ég í sumarbústað í Svignaskarði.  Mamma var með mér allan tímann en Hilda frá föstudegi til sunnudags og Svanhildur, Ragnar og strákarnir gistu laugardagsnóttina.  Magga, Helen, Atli og Arna Rún komu Litla mýslansvo í heimsókn á þriðjudeginum.  Dvölin var sérstaklega ljúf og margt var brallað.  Við fórum á sunnudeginum með Steinku systur upp að bænum Hvassafelli þar sem Árný vinkona hennar býr.  Þar fórum við í berjamó og þar var sko gnótt berja !!  Veðrið var yndislegt og allir skemmtu sér við að moka upp berjunum.  Árný bauð okkur svo í kaffi á eftir og var það afar gott og skemmtilegt.  Litlu drengirnir þeir Óli og Steinar voru í góðu stuði, Óla fannst berin bara Arna sæta að koma úr pottinummátulega spennandi en Steinar var orðinn vel berjablár enda líkaði honum krækiberin vel.  Þegar Magga og þau komu á þriðjudaginn fórum við í pottinn og fannst Örnu Rún það algert æði.  Við grilluðum lambalæri og spiluðum Scrabble, hvað annað?  Á miðvikudeginum brugðum við mamma okkur í heimsókn til Svövu frænku í veiðihúsið sem hún vinnur í rétt hjá Búðardal.  Það var gaman að hitta hana og spjalla Smile  Á fimmtudeginum skruppum við að skoða Ullarsmiðjuna á Hvanneyri.  Notuðum tækifærið og skoðuðum gamlan skrúðgarð, kirkjuna og kirkjugarðinn.  Síðan í eftirmiðdaginn Gluggi kirkjunnar á Hvanneyridrápum við mamma okkur næstum á því að týna bláber en krökkt var af þeim í kringum bústaðinn.  Þar sem við erum hvorug okkar góð í skrokknum og kalt var úti voru það stirðar mæðgur sem stauluðust aftur inn í bústað.  Enda fórum við í heita pottinn til að mýkja okkur á eftir LoL   Skemmtilegt atvik átti sér stað eitt kvöldið.  Mamma kallaði á mig og sagði að mús væri fyrir utan.  Ég flýtti mér út og sá litla mús uppi á grein rétt við pallinn. Við mamma töluðum saman um leið og við horfðum á hana en hún hreyfði sig ekki.  Ég náði þá í myndavélina og tók myndir og færði mig alltaf nær og nær.  Mýsla haggaðist ekki, var komin undir greinina og var að borða strá.  Lét ekki einhverja manneskju trufla sig.  Ég var komin alveg rétt að henni þegar hún loksins ákvað að nóg væri komið og stökk í burtu.  Gaman fyrir dýrasjúklinginn !  Við komum svo heim á föstudegi, sælar eftir góða viku.

Skemmtileg Akureyrarferð

Óli skoðar sel við SelasetriðSíðastliðinn mánudag fór ég í ferð til Akureyrar með mömmu, Hildu, Svanhildi systur og allri hennar fjölskyldu auk Stulla, kærastans hennar Guðlaugar.  Á leiðinni norðurHilda við Hvítserk skelltum við okkur til Hvammstanga og skoðuðum Selasetrið.  Þá ákváðum við í kjölfarið að keyra um Vatnsnesið og fara á þekkta selaskoðunarstaði.  Við sáum seli bæði við Svalbarð og Illugastaði, en enga við Hvítserk, sem var þriðji staðurinn sem sérmerktur var sem góður til selaskoðunar.  Hvítserkur var flottur að vanda, við nenntum þó ekki að klöngrast niður í fjöruna til að skoða hann betur.  Veðrið var ekkert sérstakt og Mamma á fjórhjólinuþegar við keyrðum að Borgarvirki sem er þarna í nágrenninu var skollin á þoka.  Við Hilda fórum upp í Borgarvirki en ekki sáum við mikið af umhverfinu, rétt grillti í bílana fyrir neðan.  Virkið var flott en án efa skemmtilegraHilda og Óli í garði Jólahússins að koma þarna í betra skyggni.  Næst var svo stoppað hjá Ásu frænku á Geitaskarði í Langadal.  Eins og venjulega var gaman að koma þangað og ekki var verra að Siggi frændi bauð krökkunum upp á að prófa fjórhjól.  Hápunkti náði þó fjörið þegar að mamma, 77 ára gömul, skellti sér upp á hjólið og ók eins og herforingi um túnið.  Geri aðrir betur Smile   Við komum svo til Akureyrar um Kojuslysið miklamiðnættið og fórum í íbúðina okkar í Hrísalundi.  Við dvöldum svo á Akureyri fram á föstudag og nutum lífsins í indælis veðri.  Hitinn var venjulega á bilinu 17-20 stig.  Við skoðuðum listasýningar, Jólahúsið og röltum um göngugötuna.  Við Hilda lentum í smá hremmingumHorft að Hraundröngum frá Jónasarlundi með svefnaðstöðuna okkar, kojan sem við sváfum í reyndist vera stórhættuleg.  Ég var í neðri kojunni og botninn féll úr henni strax fyrsta kvöldið.  Ég svaf því bara beint á gólfinu með Hildu fyrir ofan mig.  Þriðja morguninn fór ég óvenjusnemma á fætur og reyndist það mesta happaákvörðun.  Nokkrum mínútum eftir að ég fór fram úr gaf botninn í efri kojunni sig og Hilda húrraði beint niður á svefnplássið mitt!!!  Til allrar lukku meiddi hún sig ekki en ef ég hefði legið þarna ennþá hefði ég án efa orðið að klessu!  Á föstudaginn var svo brunað aftur í bæinn með viðkomu í Jónasarlundi við Hraun í Öxnadal og á Geitaskarði.  Það voru lúnir ferðalangar sem skiluðu sér heim rétt um tíu á föstudagskvöldið, þreyttir en sælir eftir góða dvöl á norðurlandinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband